Sannleikur hversdagsins

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Í dag skammast ég mín...

...fyrir það að vera íslendingur. Svona eins og margir ameríkanar skammast sín fyrir að vera ameríkanar og segjast stundum vera kanadamenn. Ég vildi frekar að ég væri dani og er að spá í að hringja í dronning Margret og biðja hana að taka við okkur aftur, við séum alveg að klúðra þessum "lýðræðismálum" hérna. Stjórnmálamennirnir t.d. umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra kunna margir hverjir ekki að lesa (lög og reglur) og kunna ekki að höndla þetta vald sem þeir fá í hendurnar. Tja, kannski það sé bara best að skrifa opinbert bréf til dronning Margret. Hér kemur það bara alveg óvænt:

Kjære dronning Margret
Kan du hjelpe oss islendinger og tage oss tilbage under din beskyttelses ving? Vi er lidt for dumme i hovedet for at styre sadan et fint land som Island er. Vi vælger alt for mange dumminger pa parlamentet som ved ikke en skid om livets viktigheder og holder pa med at dræpe svage islendinger og pæn islandsk natur. Hjelp kjære Margret vi holder pa med at döde i politisk skid, polutering og drukne i aluminiumsöppel!!!
Kærlig hilsen fra din islanske venninde,
Halla
|

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Jæja þá er ég loksins búin...

...að jafna mig á veikindunum... :) Reyndar fyrir soldið löngu en takk fyrir batnóskir og góða strauma. Er samt ekki fyrr en núna farin að hafa mig af stað í ræktina, ferlegt að detta svona niður í spikafhlaupi. Að vísu fær maður þónokkra hreyfingu úr reiðmennskunni svo það er nú kannski ekki alveg verið að spikhlaupa þannig sko... Allavegana síðan síðast er ég búin að fara á járningarnámsskeið og járna tvo fætur alveg sjálf. Ætli það hafi ekki tekið um 4 klukkutíma samtals en samt rosalega mikið afrek:) Tek ofan fyrir járningarfólki!
Um síðustu helgi var ég að læra, prjónaði húfu, fór á hestbak og horfði á 4 bíómyndir. Hostel - vá en subbuleg mynd ojbara. Hún byrjaði mjög fyndin með honum Óla flippaða íslendingnum á bakpokaferðalagi en svo þegar morðin voru byrjuð þá ojbara. Er svona til? Hitchhikers guide to the galaxy - alveg alltílagi til að ná sér eftir Hostel, þunglynda vélmennið með stóra hausinn var langkrúttlegast. Scary movie 2 hmm mæli ekki með henni. Svo mynd um ástralska konu og japana sem fara saman í óbyggðir Ástralíu - fín mynd, hvetur mann frekar til að fara að ferðast en Hostel - samt örugglega áhugaverðara að vera japani og horfa á myndina. Eða eitthvað... Nú er ég hætt í kvikmyndagagnrýni og farin að reyna að finna eitthvað um Global warming effects on wetlands plant ecology... eða áhrif hnattrænnar hitnunar á plöntuvistkerfi votlendis... jibbí:)
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?