Sannleikur hversdagsins

föstudagur, júní 25, 2004

Er nuna stodd asamt Sissa a Luton flugvelli i Englandi. Turfum ad bida herna i 4 tima, munadi 5 min ad vid kaemumst i fyrri flugvel, en ad minnsta kosti hef eg ekki ennta turft ad lata gera nyjan passa 7,9,13... Stodst ekki matid ad stelast i tolvu, tad er gaman i utlondum, fullt af skritnu folki. Kvedja, Hal
|

miðvikudagur, júní 23, 2004

...glatað blogg...

Hér er ekkert búið að gerast lengi, lengi... Úr þessu þarf að bæta... Ég er búin að vera að vinna eins og formiga(maur) undanfarið og þess á milli að reyna að æfa fyrir klettinn hvíta og elda hollan mat til að vera nógu nærð. Er búin að vera að éta exótískan mat undanfarið, eins og lifur sem ég hef alltaf haft andstygð á (hélt fyrir nefið) en hún á að vera óhemjuholl (mamma hlýtur að vera stolt:)) og svo fékk ég mér túnfífilsblöð í gær en skv. Jóni bróður eiga þau að vera rosalega holl.

Fór upp á Hvannadalshnjúk einn fagran föstudag með Sissa en hann bættist í Hvítaklettshópinn. Það var klikkað gott veður sem var eiginlega of heitt, enda var hver svalur vindgustur teygaður eins og eina vatnið í eyðimörkinni. Vorum 12 og hálfan tíma upp og niður sem er 3 1/2 tíma skemmra en síðast. Fórum líka Virkisjökulsleið núna en brekka dauðans var heldur óárennilegri en síðast þar sem það rann beljandi lækur undir klaka og við fórum upp skriðukletta til hliðar. Þar var allt laust sem stigið var á og endaði ég með að fá hnullung í hnéð (heimskulegt). Svo hittum við nokkrar flottar sprungur á leiðinni og gengum yfir nokkuð aktívt skriðusvæði þar sem sífellt komu smáspýjur fljúgandi niður. Komu eins og öfugir flugeldar, nokkuð flott. Myndir úr ferðinni... Var svo í Skaftafelli yfir helgina, það var náttúrulega bara til að vera nálægt Gerði sem tekur sig vel út þarna í villtu náttúrunni:o)

Svo fórum við Gerður og Teddi Laugarveginn á mid og fim. Gengum fyrsta daginn frá Landmannalaugum og yfir í Botna og svo seinni daginn restina. Þetta er ekkert smá falleg leið með endalausri fjölbreytni í landslagi, litum, lykt, plöntum, steinum og orku. Mæli eindregið með þessarri leið, hún er geggjuð. Mér tókst nottlega að snúa mig þegar við vorum ekki hálfnuð en samt var það aðallega hnéð frá því á Hnúknum sem var að há mér. Teddi var líka með einhver hnjámeiðsli en Gerður gella sem nota bene hefur ekki mikið verið að labba skaraði framúr fyrir dugnað og gjörvuleik. Gó Gedda!!!!

Nú tekur bara við síðustu skrefin áður en haldið verður til Sviss á vit ævintýranna... Nenni ekki einu sinni að fara að kjósa.. En hefði verið til í að kjósa Ástþór svo það sé á hreinu.. hann er einn af þessum sem gæti verið til í að gera áhrifameiri byltingu en að neita að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið. En hvað er þetta með ísl.forsetaframbjóðendur og útl.kellur???????
|

miðvikudagur, júní 09, 2004

...nú verða sagðar fréttir...

...samt ekki margar... Er búin að vera hrikalega upptekin undanfarið við vinnu og þrif þar sem konurnar mínar eru búnar að yfirgefa hreiðrið og nýjar á leið inn.
Var í síðustu viku með eldri Norður-Norðmenn í fjóra daga. Þvældumst um helstu staði í kring um Reykjavík, þar á meðal í Borgarfjörðinn. Var þar smá stressuð því norðmenn vita allt um Snorre Sturlason enda spilar hann "en viktig rolle i norsk historie". Við fengum að skreppa inn í gróðurhús hjá Bjarna frænda á Brautó sem vakti mikla lukku. Þau keyptu upp lúpínufræin í Eden þrátt fyrir að ég væri búin að segja þeim oft að þetta væri illgresi. Einn var alltaf að reyna að kenna mér samísku en það eina sem ég man er það að sjötíu sagt hratt á íslensku þýðir brjóst á samísku. Svo var einn sem var alltaf að segja mér sögur á einhverri ógurlegri mállýsku sem ég skildi bara eitt og eitt orð í, þá varð ég bara að reyna að fylgja svipnum á honum eftir til þess að vera viss um hvort ég ætti að hlægja eða gráta hverju sinni.

Sjómannahelgin kom með sína viðburði. Hvalaskoðunin á sjómannadaginn var ekkert smá flott. Um morguninn var lítill hrefnukálfur sem synti til okkar með trýnið uppúr og lék sér kringum bátinn. Svo var ég búin að segja fólki í seinni túrnum að það myndi örugglega ekki vera neitt spes eftir hádegi þar sem túrinn fyrir hádegi hefði verið svo góður. En viti menn það byrjaði hnúfubakur að slá bægslunum (sem eru geysilöng) í hafflötinn og gerði rosasplöss til að láta vita af sér. Þannig hélt hann áfram næstu 10 mín. Svo kom hann nokkrum sinnum með sporðinn upp, stökk tvisvar hátt upp í loftið og sneri sér í hring og að lokum fékk hann sér að borða með því að þenja út munnbelginn. Ekkert smá flott sjómannasunnudagssjóv. Í dag þurfti svo náttúrulega að vera lítið að gerast nema nokkrir hnísuræflar sem er skrítið af því að það er búið að vera mikið að sjást:/ Reyndar brjálæðislega mikið af lundum, enda er lundinn algengasti fugl í Reykjavík...
|

þriðjudagur, júní 08, 2004

Skrifa meira von bráðar en þangað til ÞETTA:

Til að lífga uppá gráan hversdagsleikann og gera dagana meira spennandi og innihaldsríkari, er mælst til að þú gerir eitt/fleiri/öll eftirtalin atriði reglulega...

1. Í hádeginu: leggðu bílnum og sittu í honum með sólgleraugu. Miðaðu með hárþurrku á bílana sem keyra framhjá. Athugaðu hvort þeir hægi á sér.
2. Kallaðu sjálfa/n þig upp í innanhússkallkerfinu. EKKI reyna að breyta rödd þinni.
3. Stattu föst/fastur á því að netfangið þitt sé:
Xena-Warrior-Princess@OCDSB.edu.on.ca eða Elvis-the-King@OCDSB.edu.on.ca
4. Hvert skipti sem einhver biður þig að gera eitthvað fyrir sig, spyrðu: "Má bjóða þér franskar með þessu?"
5. Stilltu ruslafötunni upp á skrifborðið með miða sem á stendur: "Allur póstur"
6. Þróaðu með þér óeðlilega hræðslu við prjónadót, talaðu um þennan veikleika við sem flesta og taktu fyrir eyrun og grettu þig alltaf þegar einhver segir orðið: "prjónadót".
7. Fylltu kaffivélina með koffínfríu kaffi í þrjár vikur. Þegar allir eru búnir að losna við koffínfíknina, fyllirðu á með espresso.
8. Á allar kvittanir skrifar þú; Fyrir kynlífsþjónustu.
9. Ljúktu öllum setningum þínum með: "Samkvæmt spámanninum mikla!"
10. Ekki nota punkta.
11. Hoppaðu í stað þess að ganga.
12. Spurðu ! fólk hvers kyns það sé. Hlæðu brjálæðislega þegar það hefur svarað.
13. Taktu amk þrisvar sérstaklega fram í bílalúgusjoppunni að pöntun þín sé,,taka með".
14. Syngdu með í óperunni.
15. Farðu á ljóðakvöld og spurðu afhverju ljóðin vanti allan ryþma og rím.
16. Hengdu flugnanet í kringum skrifborð þitt. Spilaðu frumskógarhljóð af diski alla daga og dansaðu reglulega regndansa uppi á borði.
17. Tilkynntu vinum þínum fimm dögum fyrir partýið að þú komir ekki því þú sért ekki alveg upplögð/lagður.
18. Biddu vinnufélaga þína að ávarpa þig með Gladiator-nafni þínu,Rock
Hard.
19. Þegar peningarnir koma út úr hraðbankanum hrópar þú ,,Ég vann! Ég vann!!! Þriðja skiptið í þessari viku!!!!"

'·.¸¸.·´¯'·.¸¸·´¯'·.¸¸.·´¯'·.¸
><((((º>
.¸¸·´¯'·.¸¸.·´¯'·.¸ ><((((º>
Syntu í friði...
|

þriðjudagur, júní 01, 2004



What Famous Leader Are You?
personality tests by similarminds.com


jæja já það var þá...


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?