Sannleikur hversdagsins

sunnudagur, maí 30, 2004

Pixies...

...stóðu sig bara helv. vel á tónleiknum. Ekki voru þau nú að kæfa fólk með kommentum og óþarfa blaðri, brúkuðu heldur raddböndin til þess að láta kröftuga hljóma dynja á eyrum langþyrstra aðdáenda. Það er víst betra að þegja en segja of mikið. Hlusta 1000 sinnum, hugsa 100 sinnum og tala aðeins 1 sinni. Eða var það kannski öfugt... Anywho... þá voru tónleikarnir mjög góðir miðað við alla aðra pixies tónleika sem ég hef farið á og ég get alveg huxað mér að fara aftur. En samt frekar glatað að hafa aukatónleikana á undan, ég meina varla voru þeir að æfa sig fyrir aðaltónleikana. Mér er sagt að fyrri tónleikarnir hafi verið betri þrátt fyrir að ekki hafi heyrst í trommunum fyrr en á 5ta lagi. Pixies samt lengi lifi!!!!! (samt frekar ólíklegt)

Hitti hinar ástkæru, stórskemmtilegu frænkur mínar Rúnu og Mæju í vikunni. Þær eru sko idolin mín. Mér finnst líf mitt verða svo eðlilegt þegar þær segja gamlar sögur af sjálfum sér, svona eins og að villast á áttavitanámsskeiði með 2 rjúpnaskyttum og samt öryggisskáta fyrir aftan sig og tæma af vatnstanki með 1ml sprautu eftir að hafa sett vatn langt yfir max. Þær eru æði og þær hafa nú aldeilis náð langt í lífinu sem þroskaþjálfi og geðlæknir á framabraut þannig að það er kannski ekki öll von úti enn með mig...:)

Var að keyra leigubíl í nótt og náði að bæta innkomumetið, íha lengi lifi stórhátíðardagar!!! Merkilegt, það er alltaf eitthvað þema í gangi hvort sem ég er að leiðsegja eða keyra. Þá spyr fólk sem hefur aldrei hist sömu spurninganna sem virðast liggja í loftinu. Þema dagsins í gær var: "Lendiru aldrei í vandræðum með fyllibyttur af því að þú ert kona?". Ég var nú orðin soldið þreytt á því í 20. skipti að útskýra fyrir fólki að það væru yfirleitt sömu leigubílastjórarnir óháð kyni sem lentu í vandræðum, og að ef maður bæri virðingu fyrir fólki og sýndi rósemi og yfirvegun við óvæntum uppákomum að þá fengi maður yfirleitt sama viðmót tilbaka. Sumir áttu samt í erfiðleikum með að skilja þetta en aðrir virtust allt í einu skilja lífið...
Einn gaur sem ég hitti á að keyra niðríbæ og svo seinna heim (aldrei gerst áður) ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum þegar hann settist inn. Þá var þetta í 4.skipti í röð sem þetta gerðist fyrir hann og honum var ekki farið að standa á sama. Hverjar eru líkurnar á að þetta gerist 4 sinnum??????? Ehh stjarnfræðilega litlar kannski...

|

mánudagur, maí 24, 2004

Fór í sveitarferð yfir Fimmvörðuháls á uppstigningardag með Villý, Magga, Erlu og Sæma bróður Villýar. Gistum á Skógum og lögðum eldsnemma morguns af stað. Hittum 3 Quebécbúa sem höfðu farið 2 dögum áður og sögðu að leiðin hefði verið rosalega extreme sem reyndist nú ekki alveg skv.íslenskum standard. En við fengum hrikalega flott og gott veður og brjálæðislega flott er nú leiðin meðfram gljúfrinu og fossunum. Svo þegar við komum yfir brúnna þá byrjaði að snjóa og þegar við vorum í kofanum Fúkka þá var eiginlega kominn snjóbylur. Hittum hollenska stelpu sem var að koma úr Þórsmörk, greyið var örugglega með svona 35kg af farangri hangandi aftan og framan á sér og sagðist ekki hafa búist við þessu. Á niðurleiðinni var svo rigning og þoka. Yes the weather here in Iceland is just examples you know... Í Básum biðu svo Elli og Freyr eftir okkur og að sjálfsögðu var komið við í vinjinni Gallerý Pizza á Hvolsvelli. Ég bætti persónulegt met yfir hálsinn um tvær klst frá því í janúar.... Við vorum 9 og hálfan tíma í stað 7 og hálfs í jan.(reyndar lengri leið):o) Yeah..

Helgin var bissý fyrir utan vinnu var útskriftarpartý hjá Heiði hönnunarpæju á fös og innflutningspartý hjá Frædíbrædí og Óla. Skrapp svo að sigla á slöngubát eftir vinnu í gær með Steina og Tedda. Fórum í Kópavogshöfn, fengum okkur smá adrenalín með að stökkva útí hana og svo krúsuðum við í Nauthólsvík og Reykjavík. Freedom!!!

Nýjar ferðir hjá Hafsúlunni...

...heita Extreme beerdrinking og fara þannig fram að fólk kemur í hvalaskoðunarferð þegar það er haugasjór og reynir að drekka eins mikinn bjór og mögulegt er fremst á dekkinu í mestu öldunum.
Frá þýskum uppfinningamanni...
|

þriðjudagur, maí 18, 2004

Er búin...

...að fá niðurstöður úr Iðnskólanum. Miðað við að ég hætti tvistar á önninni, hætti tvisvar við að hætta við og fékk 1 í mætingareinkunn að þá finnst mér 2 níur, 2 áttur og 1 sexa = 16 ein bara ótrúlegur árangur mi god. I´m a happy horse today. Og þar sem sexan var í autocad (kannski munið eftir hryðjuverkinu sem ég varð völd að?) og miðað við að ég missti niður 40 mín vinnu eftir hryðjuverkið þá segi ég ekki annað en ... hallelúja:)

Nördaskapur helgarinnar...:
...var sá að ég fékk far með Steina vélstjóra í vinnuna eftir júrópartíið og heyrði alltaf eitthvað píp. Var sannfærð um að síminn hjá honum væri batt.laus og var að vona að hann myndi slökkva á sér en svo heyrðist pípið bara áfram og áfram niðri í eldhúsi þótt að það væri ekkert dót frá Steina vélstjóra þar. Pirrandi sunnudagsmorgunpípið hélt bara áfram allan túrinn þar til Steini fór að tala um að síminn minn hlyti að vera batt.laus. Ég hélt nú ekki þar sem síminn minn pípti ekki svona en kíkti ofan í töskuna mína og viti menn.... þar lá heimasíminn og pípti "no network"... Ekki spyrja hvernig...
|
Er búin...

...að vera svakalega bissý undanfarið og hef því ekki skrifað neitt hérna inn. Svo náttúrulega gerðist eitthvað undarlegt með bloggið mitt enn eina ferðina þannig að allar flottu breytingarnar mínar eru farnar í tímabundið frí.

En síðustu viku er ég búin að vera aðallega að vinna "sögumaður" og reyndar líka "sjóveikishuggari" við hvalaleit:)
Fór að kafa á fös ásamt Halla Steina kafara í rosalega flottri saltvatns/ferskvatns gjá við Grindavík. Var í gúmmígalla sem verið er að reyna að gera við. Það tekur víst slatta af tíma að finna öll götin sem ég komst að fljótlega eftir að ég kom út í. Í þessum fyrrverandi þurrgalla blotnaði sem sagt allt sem ég var í innanundir og sökum kulda varð köfunin ekki löng... Þegar við vorum í uppstigningu, í staðinn fyrir að þurfa að passa að fljóta ekki upp var ég að passa að sökkva ekki. Frekar fyndið! Enda var tekin önnur viðgerðartörn með bótum og geli. Gekk bara nokkuð vel, rosalega flott þarna niðri og við sáum RISA hlýra sem var ekkert smá svalt, honum fannst það ekki eins áhugavert og okkur.

Helgin var tekin með trompi með júróvision- og útflutningspartíi þar sem konurnar mínar eru að fara að skilja við mig og ég er að fara að taka saman við nýjar fljótlega ... Gerður fer út á land að vinna og Gugga er að fara til Grikklands í haust. Það var svakafjör. Ég kaus auðvitað úkraínsku pæjuna og þess vegna kom forsetafrú júróvisionlandsins Úkraínu á bátinn minn í gær og ég þurfti að leiðsegja henni og lífvörðum hennar í haugasjó. Hún stóð sig eins og alvanur sjóari kellingin og var sérstaklega ánægð þegar ég bauð henni að setjast í sætið mitt við hliðina á skipstjóranum, þar sat hún hin ánægðasta restina af ferðinni. Þau fengu sér auðvitað besta sjóveikislyfið, humarveislu (með ótrúlega sætum búlgörskum kokki með grænustu augu í heimi) og vættu gómana með einhverju sterkara en mjólk. Lífverðirnir skemmtu sér við að fara fram á og í kringum brúnna í mesta volkinu. Þetta var nokkuð skemmtileg ferð með heilum 2 hvalablástrum og 21452 lundum.


|

föstudagur, maí 14, 2004

Horfinn að eilífu...

...er litli vinur minn af hendinni á mér. Hann er horfinn, dáinn, farinn. Ég var sem sagt á vinnukvöldi í Gróubúð (björgóhúsinu) og allt í einu tek ég eftir að "æxlið", öllu heldur nýi puttinn sem var að vaxa á hendinni á mér (kalkútfelling) var horfinn með öllu. Eftir um árs samveru hefur þessi litli vinur kvatt og aldrei aftur mun fólk horfa á hendina á mér þegar ég er að benda eitthvað í staðinn fyrir að horfa þangað (mohaha). Í minningu hans verður mínútuþögn klukkan hálf sex í fyrramálið. Þeir sem sváfu yfir sig: óvirðing og ekkert nema óvirðing punktur

En út í aðra sálma.... "prófin eru búin og iðnskólinn lúinn og ég aldrei þarf að fara í skólann fúinn lalala" hey þetta er bara að verða nokkuð góður júróvisiontexti eins og "I´m late, I´m straight, I´m loosing weight". Eftir að hafa vakað alla nóttina fyrir síðasta verkefnavarning kom að því að kynna mína æðisgengnu pissutrekt sem er búin að vekja stormandi lukku og margir eru búnir fá að kynnast. Til dæmis nágranninn þegar ég var að gera mótið (sem leit út fyrir að vera typpaeftirlíking) og fékk hann til að saga út spítuna. Honum fannst lagið vera soldið dúbíus og spurði hvað þetta ætti að vera og svo sagði hann ekki meir eftir að ég var búin að útskýra það....hahaha

Hummer er búinn að fara í gegnum sitt þriðja hamskipti og núna er hann orðinn svo stór að hann nær í matinn upp á yfirborðið. Gó Hummer!
|

föstudagur, maí 07, 2004

Að vera til í gær...

...var allt annað en leiðinlegt. Eftir hádegið fór ég ásamt reyndum kafara úr Hafnarfjarðarsveitinni á Þingvelli þar sem við fórum að kafa í Silfru. Fyrir þá sem ekki vita er Silfra einn af topköfunarstöðunum í heiminum. My god já það var geðveikt að kafa þarna. Ég var ekki búin að kafa neitt síðan í feb.þegar ég fór með Matta kennara í Heituvík í Þingvallavatni þannig að þetta var algjör snilld. Ég var heldur ekki í brjálæðislega miklum fötum eins og þá og gat virkilega hreyft mig smá:) Ég var smeyk um að ég myndi verða alveg eins og jójó upp og niður eins og síðast þar sem þurrbúningur er allt annað mál heldur en blautbúningur. En þetta gekk bara vel og þvílík og önnur eins upplifun að vera þarna niðri. Það er mjög stórgrýtt þarna í gjánni sem er mest um 40 m djúp og smá hellar og slíkt (við fórum mest á 22m). Það er endalaust skyggni og það sem er alveg stórkostlegt við að kafa þarna er þetta fagurbláa ljós þegar maður lítur upp. Alveg himnesktissimo... Ætlaði að finna 5 bleikjutegundir fyrir Gerði en sá bara eitt hornsíli. Getum núna sagt túristunum að það finnist amk hornsíli í gjánum við vatnið.

Smá ónytsamleg pæling: Þurfti óheyrilega mikið að ropa á 22m en gat það ekki, svo við upphækkun fann ég hvernig loftið þandist út og kom auðvitað þegar þrýstingurinn minnkaði. Sem sagt ef ég hefði haldið lengur í mér ropanum hefði ég örugglega ropað eins mikið og Þorlákshafnarbúi þegar ég kom upp á yfirborðið... Hefði kannski verið vert að prófa. En það er rosalegt að heyra þhb ropa, mælist meira að segja á jarðskjálftamælum.
|
Orðvana

Héðan frá Fjarskanistan er allt gott að frétta. Mikill hiti og erfitt að vera á ströndinni of lengi af því að maður verður svo svakalega brúnn hérna.
Það gerðist óvænt að ung, efnileg kona kom og umturnaði herberginu mínu úr skipulagðri óreglulegri afstöðu milli hlutanna yfir í skipulagt kaos milli hlutanna. Mér var sem sagt tilkynnt það að CHANGING ROOMS væri mætt á svæðið, hent út úr herberginu mínu og þegar ég kom inn í það aftur (1oghálfri klst síðar) var allt orðið breytt og ég stóð algjörlega orðvana því ég hélt að ég væri búin að finna gullinsnið fyrir hlutina mína og herbergið. En það var bara ótrúlega hressandi að fá svona óvænta uppstokkun. Mæli með þessu!

Einkamözdubílaviðgerðarmaðurinn minn hann Gunnar snillingur tók bílana mína tvo í yfirferð þar sem hann er er líka snilldarskoðunarmaður. Komst hann að því að Njalli sem btw lítur betur út en Ölli er bara alls ekkert slæmur og eftir lítilsháttar viðgerðir ákvað ég að hann fengi að lifa en Örnólfur betur þekktur sem Ölli fer í svæfingu eftir 5 ára farsæla samferð. Núna ek ég sem sagt um á gylltu tryllitæki sem er með diskóljós í afturglugganum. Yeah baby...


|

þriðjudagur, maí 04, 2004

Þessi dagur...

...átti ekki að renna upp. Ég lagði af stað hjólandi í skólann því ég átti að fara í AUTOCADpróf. Ég sá að afturdekkið var orðið svolítið lint svo ég skellti mér inná bensínstöð til þess að pumpa í dekkið. Þá var pumpan biluð en náði samt að hleypa öllu loftinu ÚR dekkinu. Ég þurfti sem sagt að labba með hjólið á næstu bensínstöð til að fylla á og fara að ná í bílinn til að verða ekki of sein í próf. Rétt náði í prófið og gekk alveg ágætlega með það þangað til að rúml. helmingur var liðinn af próftímanum og ................... ég flækti löppina í helvítisandskotans rafmagnssnúru og kippti ca.5 tölvum úr sambandi. Þá kom kennarinn og ætlaði að laga þetta en kippti restinni af tölvunum í stofunni úr sambandi. Núna er ég sem sagt eftirlýst af AIR Alríkislögreglu Iðnskólans í Reykjavík. Það var gaman að kynnast ykkur, er farin til Fjarskanistan í útlegð.....
|

sunnudagur, maí 02, 2004

Sannleikurinn um fullorðinsunglingabólur

Jæja þá er bloggið allt að skríða saman aftur... Fór að labba Selvog-Þorláksh. á föstudag með 16 manna eldhressum hópi. Það leit smá út fyrir að hann myndi hanga þurr því það var búið að birta mikið til. Ég bauð fólki plastpoka í bakpokana en þeim fannst það algjör óþarfi því það væri nú ekki rigning og það var að birta til, áttu eftir að sjá eftir því að hlusta ekki á leiðsögumanninn:)... Þegar við stigum út úr rútunni og vorum búin að ganga í hálftíma og svo rigndi bara meira og meira og meira og meira og þegar við loksins vorum komin til Þorlákshafnar eftir 4 tíma göngu var sem hellt væri úr baðkari. Sjaldan séð annað eins af rigningu en gott var að vera með vindinn í bakið. Þetta var tilvalin ferð til þess að kanna hvort fatnaðurinn héldi vatni... Svo var haldið á Rauða húsið á Eyrarbakka til að borða. Öðrum gestum fannst nú heldur kynlegt að sjá þarna hóp af blautu fólki og þaraf nokkrum á mislitum síðum ullarnærbrókum úti að borða á fös.kvöldi. Þetta var bara nokkuð sniðug ferð með fögrum klettum meitluðum af sjávargangi og mikið af allavegana hlutum sem við gengum fram á s.s. skipsflökum, skipstjóraskóm, dúkku og flöskuskeyti. Flöskuskeytið var greinilega skrifað af yngri en 10 ára og símanúmerið var sérlega einkennilegt, líklega af annarri plánetu, og eitthvað var textinn á þá leið: "þú átt ekki heima í þessu húsi, ég á heima í þessu húsi"... svo var skrifað eitthvað meira á ókennilegu tungumáli sennilega utan úr geimnum líka. Komst að því að sléttlendisganga er ekki góð fyrir hnésbæturnar... Er með harðsperrur þar.

By the way þá er Touching the void fantagóð mynd sem allir ættu að sjá. Ég hef verið að taka óvenjumikið eftir því hvernig ég anda eftir að hafa séð hana.. Finnst soldið glatað að fjallafólk hafi þvílíkt verið að bögga Simon fyrir að hafa skorið á reipið hjá félaga sínum. Hann var búinn að halda honum í langan tíma ískaldur og búinn að renna töluverðan spotta án þess að geta gert neitt til að bjarga Joe né sjálfum sér í þeirri stöðu sem hann var. Svona gerir fólk ekki að gamni sínu. En sitt sýnist hverjum. Mögnuð mynd!

Uppgötvun helgarinnar: Suðusúkkulaði frá Nóa Siríus er alveg eins á bragðið og fílakaramellur...

Sparnaðarráð helgarinnar: Að kaupa kíló af harðfisk er dýrt en ef spáð er í því að það jafnast á við vítamín og hollustu úr 10 kílóum af blautfiski þá erum við farin að spara aha...

Svekkelsi helgarinnar: Að komast ekki í fyrsta maígöngu til að mótmæla.

Af hverju koma fullorðinsunglingabólur?
Það var ein traust og vel að merkja fróð ung kona sem tilkynnti það að svona fullorðinsunglingabólur kæmu af mikilli kynhvöt. Ja hérna alltaf lærir maður eitthvað nýtt...

Jæja nú er ég farin að skúra í allra síðasta skipti í Hegningarhúsinu. Það verður með trega og söknuði að ég kveð skúringarkústinn og tuskuna sem hafa gengið með mér í gegnum súrt og sætt, heitt og kalt, svart og hvítt frá því í desember. Það verður að segjast eins og er að ég á eftir að sakna fangavarðanna líka sem eru skrítinn og skemmtilegur þjóðflokkur manna. Snöökkt!!!!! Hrósa þó happi að ég fæ að búa aðeins áfram með fyrrum fangaverði þá verða fráhvarfseinkennin vonandi ekki eins slæm.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?