Sannleikur hversdagsins

mánudagur, október 16, 2006

Það varð ekkert af...

...því að ég flækti hárið í greinum í birkiskógi og að ég hóaði mig hása við að reka á eftir rollum, heldur ekki af björgunarsveitaæfingum, ekki í afmælispartý hjá Hrefnu og Fríðu, ekki í partý hjá Elsu og co, komst heldur ekki í rjúpuskyttuútkall, ekki á hestbak og gat ekki gleymt erfðafræðinni né lært hana af þeim sökum að ég varð V E I K á lau og sun. Hef ekki orðið veik síðan síðast og man ekki einu sinni hvenær síðast var. Að vísu gat ég passað hann Vask, hundinn hennar Oddu sem var líka svo heppinn að eiga Önnu Sif og fjölsk. að sem nenntu að koma og fara með hann út að labba. Þessi hundur er ekkert smá sætur og fyndinn. Svo var ég svo heppin að eiga þær Björk og Heklu Bjarkardóttur og Guðrúnu álfadrottningu í Álfhól að sem komu og litu eftir mér og fóru sem betur fór ekki út að labba með mig í ofsaveðrinu. Guðrún er líka dýrahjúkka og vissi alveg hvað svona animal eins og mig vantaði, sem sagt hitamæli og appelsín... Takk!

Í dag eru fjöllin orðið hvít og komin snjóföl í Kalmanstungu samkv. Óla bónda sem ég talaði við í morgun. Þeir smöluðu í ömurlegu veðri í gær og hann sagði að ég hefði verið heppin að hafa verið veik og komast ekki í smölun... hmm ég er samt ekki alveg sammála, vantaði að komast í hasar:( Dreymdi reyndar að ég væri í hasarsmölun hjá Ollu í Hrygg þar sem nokkrar lambær höfðu orðið eftir úti og við þurftum að hlaupa lömbin uppi til að ná þeim. Það var reyndar smá sálaruppbót og sárabót haha. Svo dreymdi mig líka að ég var að fara á hestbak á Þokka í miklum snjó þar sem voru bæði fyrrum vinnufélagar af Ljósheimum og Landgræðslunni að vinna. Ég varð að snúa við úr reiðtúrnum til að ná í eitthvað og batt Þokka við girðinguna, svo lít ég út um gluggann og sé hvar hrikalegur snjótætari frá Landgræðslunni er að tæta í átt að honum Þokka mínum og þegar ég kem út er hann sloppinn en nýi taumurinn sem ég fléttaði er klipptur í bita. Er einhver góður í að ráða drauma?

Svo var ég að uppgötva að ég verð að sleppa katólsku messunni sem hin mexíkanska systir Olga var búin að bjóða mér í í dag. Hætti við útaf hestunum, aldrei að treysta þessum bændum... Ég hringdi í hana áðan til þess að láta hana vita að ég kæmist ekki og reyndi að forvitnast aðeins um það hvað væri öðruvísi við þessa messu en aðrar. Það var eitthvað mjööög sérstakt við þessa messu í dag miðað við aðrar messur en ég get ekki sagt hvað það var þrátt fyrir að hafa talað við hana í korter á spænsku. Ég spurði hana hvort það væri alltí lagi að koma í katólska messu þó að maður væri spíritisti. Það var víst allt í góðu því þetta er víst sami Jesú og í Lúterstrú sem elskar alla og svoleiðis en ég held samt að hún hafi orðið pínu skrítin í símann. Ohhhhh hvað ég vildi að ég hefði skilið allt sem hún sagði, það var örugglega mjög áhugavert.

búið í bili
|

föstudagur, október 13, 2006

Vinur í raun:)

Jæja, búin í einu prófi og þá eitt eftir... Var úti í hesthúsi í 3 og hálfa klst í dag. Þokki minn ætlaði alls ekki að skilja hvað ég ætlaðist til af honum þegar ég tróð honum fullorðnum, stórum klárnum inní pínulítið tamningargerði og ætlaði að láta hann hlaupa í hringi. Það tók dágóða stund og ýmsar tilraunir og tilfæringar að koma honum í gang en tókst á endanum. Svo ætlaði ég að gera hlutina skemmtilega og fara í reiðtúr en við vorum með allt aðrar meiningar um hver tilgangurinn með reiðtúrnum var. Eftir þessa törn var ég alveg búin með andlega orku og þá tók við tamningar með Hrafnhildi á litla dýrinu henni Kleópötru. Sem sagt orkan alveg kláruð í dag. Er að fara að passa hundinn hennar Oddu um helgina og smala á morgun í Kalmanstungu. Vá hvað ég hlakka til að komast í birkiskóg, á nýjan hest að elta runnarollur, hóa mig hása, flækja hárið í greinum og gleyma erfðafræðinni um stund:)

Skrapp með bók til Guðrúnar í Álfhóli í gærkvöldi og þar tók á móti mér vinur minn sem er alltaf svo ofsakátur að sjá mig að hann missir alveg töluvert mikið af þvagi. Það hefur meira að segja gerst að hann hefur lúffað og lagst á bakið og pissað uppí loftið og þ.á.m. á mig. Ef þetta er ekki vinur í raun þá veit ég ekki hvað... hahaha En ekki er ég þó sérstaklega að mælast til þess að vinir mínir pissi á mig þegar við hittumst.

Góða helgi!
|

miðvikudagur, október 11, 2006

Ég ætla að vera rosalega...

...dugleg að læra fyrir erfðafræðina og nota alla næstu viku sem ég hef til að læra til að actually læra af því að erfðafræði er bæði flókin og erfið. Það var planið einu sinni að minnsta kosti... Reyndar þá voru um 2-3 klst =14 klst settar inná flesta daga í hesthúsið og ca.4.13klst í ræktina, hanga og hugsa um misgáfulega hluti ca.1.07klst á dag = 7.49klst , klósettferðir = 1.35 klst, sturta samtals um 2.46klst, elda og borða ca. 10.02 klst, afmælisboð ca.3.15klst, smölun í Kalmanstungu 10 klst, fara í katólska messu í kaupstaðnum ca.5 klst, sofa = 49.45 klst, fara í heimsóknir 2 klst sem gerir samtals 104.32klst og í 7 sólarhringum eru 168klst = 57.28klst sem ég hef til þess að læra erfðafræði nema ég fari á björgunarsveitaræfingu á sunnudag þá eru bara 52.28klst eftir. Oog af hverju ég var að reikna þetta?
|

þriðjudagur, október 10, 2006

12000asti gesturinn fær matarboð í verðlaun:o)
|
Það verður allt einhvern veginn...

...svo miklu mikilvægara en að lesa undir próf þegar maður Á AÐ VERA AÐ lesa undir próf t.d. að taka til, bjóða fólki í mat, blogga, hreyfa sig af miklum krafti, fara á hestbak og heimsækja vini og kunningja sem maður hefur ekki hitt lengi og skiptir eiginlega ekki máli hvort maður bíður í viku eða mánuð í viðbót. Samt... þá veit maður aldrei hvenær maður gæti hrokkið uppaf...
Allavegana til þess að katsja upp hvað gerðist að núinu þá heldur annállinn áfram:

-Fór ég að smala í kringum Strútinn með Kalmanstungufólki og það á honum Þokka taugahrúgu sem langaði mest að rjúka í kringum fjallið og ljúka þessarri hræðilegu lífsreynslu af sem fyrst. Það var nú bara sem betur fór í byrjun þegar veðrið var sem verst. Hef bara sjaldan upplifað annað eins hrikalegt slyddurok. Svo fór veðrið að skána og var orðið fínt um miðjan daginn. Þá varð nú klárinn allur annar og óð eins og jarðýta í gegnum birkiskóg og yfir úfið hraun í gleði sinni á eftir skjátunum. Sem sagt prýðilegur smalahestur. Alltaf jafnmikið stuð að komast í smölun, réttir, kjötsúpu og partý með Kalmanstungufólki:)

-Svo gerðist sá fáheyrði atburður að ég skellti mér ásamt Elsu og nokkrum vinkonum hennar í Reykjaréttir á Skeiðum. Þar voru nottlega rifjaðir upp gamlir taktar í að draga fyrir Oddgeirshólabændur. Sumir í hópnum voru að koma í réttir í fyrsta sinn og draga sína fyrstu rollu. Ótrúlegt en satt... Rollurnar sem voru um 4000 stk. hafa ennþá vinninginn á fólkið sem var um 2000 stk. Ennþá raunhæfara að draga rollu frekar en fólk.

- Eins og áður hefur komið fram þá er ég byrjuð í hrossarækt og er að reyna með góðra vina hjálp að temja litla 11-12 vetra tryppið mitt. Ég er búin að fara núna 4 sinnum á bak henni í hringgerði undir stjórn Hrafnhildar á L-Ármóti og Oddu úr Kollafirði og það hefur gengið stórslysalaust. Hún tók hressilegt ródeó og henti mér reyndar soldið glæsilega af í eitt skiptið og ég er ennþá með fagurfjólublá innanverð lærin... Aldeilis fínt:) Svo hefur leiðin legið uppá við...

- Loksins loksins loksins komst Útivistarklúbburinn á Hvanneyri á Skessuhornið sem hefur verið á dagskrá í 2 ár... Þetta var frábær dagur og næstum allir af 20 manns komust á toppinn. Sjá myndir. Já, þetta tókst fyrir rest!!!

- Um helgina fóru Hvanneyringar (og Hvanneyrarvinir) á Íslandsmeistaramótið í bandý. Ég ætlaði nú bara að vera klappstýra á bikiní með dúska í annarri og myndavél í hinni en svo varð maður að hlaupa frá sér allt vit þarna. Þetta var stórskemmtilegt, við töpuðum aldrei gleðinni og hefðum unnið keppni í að vera "flestar stelpur í liði". Svo eignuðumst við stuðningsmenn úr hinum liðunum á meðan við vorum að spila. Svo þetta var allt mjög jákvætt og skemmtilegt. Þó að við skoruðum bara eitt mark eins og í fyrra og lentum í 8.sæti .......af 8:o) myndir

-Annars er bara fjör á Hvanneyri, partý á fimmtudögum, nýtt frábært fólk á ganginum (sakna samt fyrri granna), alltaf gott veður, skemmtilegir áfangar í skólanum og friðuð blesgæs í túni...

...eeen nú verð ég víst að fara að læra undir erf(i)ðafræði og jarðfræði Íslands próf

over and out
|

sunnudagur, október 08, 2006

Það mætti kannski orða það þannig að ...

...það líður of langt á milli pósta á þessu blessaða bloggi. Ég ætlaði svo mikið að ræða náttúruverndarmál strax í kjölfarið á göngunni hans Ómars en núna er ég ekki akkúrat í náttúruverndarstemmaranum en ég bendi á afar góða grein hjá honum Davíð bloggara.
Nú er komið að því helsta sem gerðist í sumar:

-Eins og áður hefur komið fram var ég ekki að guida í sumar heldur var ég í girðingarvinnu hjá Landgræðslu Ríkisins sem var alveg hreint frábært. Í allt sumar frá 8-18 vorum það bara ég og hann Jón Kaldi '37 módel að jeppast meðfram girðingum upp um fjöll og firnindi með dásamlegt nesti lagað í Gunnarsholti. Eitt orð um Gunnarsholt: mmmmmmmatarást. Frábær vinnustaður og skemmtilegt fólk að vinna þarna. Myndir síðar...

-Snemmsumars var stofnað Ferðafélagið Tæfurnar þar sem við Elsa og Jana ákváðum að setja fram gönguprógram fyrir sumarið sem við myndum síðan reyna að fara eftir til þess að gera eitthvað í sumar. Með Tæfunum gekk ég Varmalækjarmúla, Fimmvörðuháls, á Kerlingu, fór í Lofthelli og svo mætti kannski líka segja Reykjavíkurmarathonið þar sem það var á dagskrá. Myndir verða birtar síðar sem segja meira en þúsund orð.

-Ein vika fór í það að fara í jarðfræðiferð um Suðurlandið með samnemendum mínum í Náttúru og umhverfi. Það var mjöög skemmtileg ferð sem lengi verður höfð í manna minnum. Myndir síðar...

-Ekki má gleyma brúðkaupinu hjá Ruth og Auðunni þar sem ég fékk þann heiður að vera veislustjóri og reyndi auðvitað mitt allrabesta til þess að skemma ekki daginn fyrir þeim hahaha. Því miður átti ég ekki mynd af þeim stórglæsilegu hjónum til þess að flagga hér á "svipmyndum frá sumrinu" en vonandi rekur hún systurdóttir mín augun í þessa bloggfærslu og reddar því snarlega...;)

-Í lok ágúst var lagt land undir fót og farið til Danmerkur á Madonnu tónleika og miðaldafestival í Horsens. Þar dvöldum við Sigrún Ýr og Hrefna hjá Hönnu og Gauja og þeirra snáðum. Það var geggjað skemmtilegt. Tónleikarnir sem við deildum með 85000 manns voru fínir og við heppnar með staðsetningu. En ég verð nú að segja að mér fannst miðaldafestivalið pínulítið mikið skemmtilegra þar sem andi miðbæjar Horsens var færður aftur á miðaldir. Það var trjákurli stráð á göturnar, eldur í ljóskerum í stað ljósastaura, steikingarbræla og reykjarbræla, stórir sem smáir sem voru í miðaldabúningum, riddarakeppni, riddaratjöld og svo framvegis. Myndir koma síðar:)

-Um Verslunarmannahelgina var ég í gæslu á Þjóðhátíð sem var mjög gaman og lærdómsríkt. Þangað fórum við Kristín Katla saman ásamt sérþjálfuðu fólki úr Borgarnesi, af Skaganum, Reykjavík, Ólafsvík, Keflavík, Grindavík og Hellissandi o.fl. Þetta var að minnsta kosti frábær hópur. Svo vorum við þarna að vinna með foreldrum barna í ÍBV og nokkrum yngri leikmönnum sem var mjög gott fyrirkomulag. Við með faglegu hliðina og þau með félags- og samfélagslegu hliðina. Það verða samt ekki sýndar myndir úr morgunpartíum þaðan...haha

-Í sumar gerðist sá merki hlutur að ég byrjaði aftur í hestum enda kannski kominn tími til þar sem hestarnir mínir eru farnir að eldast og við eigum ennþá ýmislegt óuppgert. Núna eru Þokki og Kleópatra sem sagt flutt vestur til þess að skólast með mér hér á Hvanneyri. Þokka er ég með í hrossarækt 1 þar sem ég læri Knapamerki 1 og 2. Kleópötru ætla ég svo að reyna að gera reiðfæra því annars mun það aldrei gerast því hún er að verða svolítið gamalt tryppi eða ca.11-12 vetra.

-Fór í næturgöngu á Vörðufell með henni Lilju þar sem við lögðum af stað upp um það leyti sem sól var að setjast niður fyrir sjóndeildarhringinn og komum niður aftur þegar sólin var að koma upp aftur. Geggjað veður, útsýni og mosi.

-Fór í afmæli til hennar Önnu Sifjar að Ytra-Skörðugili í Skagafirði. Það var mjöög mikið stuð og gaman. Skagfirðingar kunna sko að skemmta sér og vera skemmtilegir:)

-Fór í mjög fallegt og skemmtilegt brúðkaup hjá Elsu og Nonna. Gaman að sjá þau aftur en þau búa í Lúxemborg.

-Hljóp 10km í Reykjavíkurmarathoni með Sigrúnu frænku alveg óæfð og drakk einn bjór kvöldið áður og var bara 2 mín seinni en síðast þegar ég fór búin að æfa í 2 vikur. Sem sagt skiptir eiginlega engu máli hvort maður æfi í 2 vikur eða bara sleppi því og drekki bjór í staðinn...

-Var í hvalaskoðun og bátagæslu á menningarnótt og líka á ljósanótt, gott að komast út á sjó aftur. Ætla að reyna að gera meira af því í vetur.

-Veiddi rosalega marga fiska á veiðistöngina mína:) M.a. í veiðiferð fjölskyldu og vina sem farin var í Laufdalsvatn. Myndir síðar...

-Stór hluti sumarsins fór í pælingar með gamalt hús heima í sveit sem ég ætla að gera upp og það á hug minn og hjarta þessa dagana og því skal ekki neita að þar er ég mjöög heimakær.

-Fór í nokkra hella í sumar sem ég hef ekki komið í áður; þeirra merkastir voru Arnarker í Selvogi og Leiðarendi á Bláfjallaleið. Myndir síðar...

...svo eru alveg milljón hlutir sem gerðust sem ég er að gleyma en sumarið var í einu orði sagt MEIRIHÁTTAR!!!




















|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?