Sannleikur hversdagsins

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Þess má geta...

...að baraábrókunum drengirnir eru ótrúlega góðir í því að lífga upp á hversdaginn hér á Hvanneyri sem annars staðar. Á öskudaginn klæddu þeir sig í alvöru búninga og gengu í hús hér og verslanir á Hvanneyri og Borgarnesi þ.á.m. ríkið, sungu og fengu bjór í staðinn. Snillingar...

Um síðustu helgi lærði ég það að: Litlu lömbin hlaupa upp um öll fjöll á sumrin, éta bara gras og koma spikfeit af fjalli að hausti. En ljónið konungur dýranna étur bara kjöt og meira kjöt, liggur svo í leti þess á milli en er alltaf stælt og spengilegt. Og hvað lærir maður af þessu? Tja, maður verður feitur af því að hlaupa upp um fjöll og borða grænmeti en stæltur og spengilegur af því að borða bara kjöt og liggja í leti....
|

mánudagur, febrúar 14, 2005

Hvanneyri´s special...

...var að koma heim úr helgarlangri kaupstaðarferð, ljós kveikt í tveimur íbúðum í blokkunum og ég var sannfærð um að allir aðrir væru sofandi. Eeen þegar ég kem á bílastæðið mitt eru þar fyrir tveir stæðilegir karlmenn á brókunum (halló það er snjór...). Voru þeir þarna fyrir utan gluggann hjá nágrönnunum að reyna að sannfæra íbúana um að þeir væru þess virði að líta á sem reyndar tókst ekki... Ekkert smá fyndin heimkoma:) Aðeins á Hvanneyri...

En eftir þessa helgi er ég orðin svokallaður VÚFER!!!! Já, fyrir þann sem ekki veit hvað VúFeR er að þá er það ekki:
- Hunda- eða geltþjálfari
- VÚdúnorn sem sérhæfir sig í FERmingarundirbúningi
- Virkjuð Úr Fossum, Eldi og Regni
Heldur dadadarada er ég búin með 72 stunda námskeið og æfingar í óbyggðalæknisfræði og má núna GERA ÝMISLEGT SEM ÉG MÁTTI EKKI ÁÐUR... og meira að segja með leyfi landlæknis :o) Vonandi orðin betri manneskja fyrir vikið..
|

mánudagur, febrúar 07, 2005

Oj, hver vill skeina sig á hvolpi???

Ég sat á klósettinu og lét mér leiðast, þar sem páfinn nennti ekki að tefla við mig sem er nú ekki í frásögur færandi enda grey kallinn með flensu. Á klósettpappírspokanum er mynd af litlum sætum hvolpi og stendur: "Always knew I was everyone's best friend... ...a bit of a handful ...a real soft touch but also a strong sturdy little fellow! Andrex tuggable, huggable softness". Ef maður skeinir sig með þessum afar mjúka og sterka skeinispappír er það þá eins og að skeina sig á hvolpi? Hver færi líka í þá aðgerð að reyna að faðma skeinispappír? Held ég kaupi þennan aldrei aftur, HNUS!!!!
|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?