Hvanneyringar
- Alda granni
- Lilja telemarkchick
- Súper-María
- Arna Dögg
- Helga Magg
- María Guðbjörg
- Stefán
- Guðrún og Valdi
- Eyjólfur Yngvi Kiwi
- Ranka í Kalmannstungu
- Hrafnhildur frá Litla-Ármóti
- Lilja og Vaggi
- Hildur Sigurgríms.
- Sigurborg Ósk
- Oddrún Ýr
- Ásrún Ýr
- Sigga Júlla
Skrítið og skemmtilegt fólk
- Inga Rúna
- Ýr Gísla
- Davíð bifrestingur
- Jana megabeib
- Elsa Gunn
- Steini stuðbolti
- Harpa Magg
- Dísa Ljósálfur
- Ranka pæja
- Ragga hundapæja
- Eyrún pæja
- Gína gella
- Eyrún sveitastelpa
- Elsa og Nonni
- Berglind
- Sigga og Hjalti
- Boggi í Ársæli
Bráðnauðsynlegar heimasíður
Fortíðin...
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- apríl 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- janúar 2007
- febrúar 2007
- apríl 2007
- júní 2007
- september 2007
- október 2007
- nóvember 2007
- febrúar 2008
- mars 2008
- apríl 2008
- október 2008
Sannleikur hversdagsins
sunnudagur, mars 28, 2004
Gamalt dagbókarbrot
Hef ekkert að segja og birti gömul dagbókarbrot... sniðugt ha:)!
Tvind, Danmark. Miðvikudagur 3.nóv.1999
Við vöknuðum kl.7 og fórum í sund. Synti 1000 metra. Fórum í morgunmat og gengum svo til Daníels og sungum fyrir hann afmælissöng. Fórum í herbergið, pökkuðum niður öllu lauslegu, lögðumst til íhugunar. Fórum á fund hjá Sofie (frönsk) og reyndum að finna allt út sem ætti að gera í ferðinn og öll fengum við verkefni. Ég átti að ljósrita kort og hafa control yfir því hvaða gögn við eigum að athuga hvort þau eiga sem gæti nýst við námið. Lóa - tölvuvinna, Daníel - contact, Matt (england)- budget og Siggi - matur. Það var mjög góður hádegismatur aldrei þessu vant og súkkulaðikaka, það bezta hingað til. Eftir matinn fórum við að ljósrita og ætluðum að klappa hundinum brúna, en það eru margir hundar þarna, þá réðst hann á okkur. Við lifðum af. Eftir matinn fórum við af stað á mesta torfærujeppa ever til þess að komast á ferjuna sem við hefðum aldrei getað á puttanum sem við ætluðum. Að vísu þá drapst á honum tvisvar og Matt stoppaði á rauðu ljósi á miðri götunni (eftir að hafa keyrt yfir stopplínuna) og skildi ekkert í neinu af hverju allir voru brjálaðir í kring og við að gera í brækurnar. Svona væru sko ekki umferðarreglurnar í Bretlandi..... Við stoppuðum í Álaborg til þess að kaupa ýmislegt útilegudót samtals 64000 kr. Danny er t.d núna yfir sig ástfanginn af tjaldi sem hann keypti. Við keyrðum eins og moðerfokkers til Hirsdals og við Lóa vorum næstum búnar að fara með korteríeitt ferjunni vegna þess að við vorum svo klárar að finna okkur trailer til þess að fá far með og sleppa við að borga ferjufarmiða (vissum ekki að tailerarnir í okkar ferju væru löngu farnir inn í hana). Sem betur fór uppgötvuðum við það í tíma en pólski bílstjórinn varð frekar svekktur. Við borgðum okkur í ferjuna og náðum 3 mín fyrir brottför, sem sagt nógur tími. Við höfðum það virkilega kósí í ferjunni. Fórum út á dekk, sváfum á gólfinu í einum bíósalnum að vísu virkilega illa því að við heyrðum alltaf reglulega hrikalega hátt í "bátaflugfreyjunni". Við Lóa fórum svona 7 ferðir í leit að bílstjóra á vöruflutningabíl en fundum engann með nógu stóran rass!!!
Noregur, ferjustöð. Fimmtudagur 4.nóv.1999
Við vöknuðum kl. 6:30 til þess að ná einhverjum bílstjóra á trukki. Við fundum einn sem gat tekið Dann a með og þeir ætluðu að hittast fyrir utan. Við átum smá morgunmat og fórum svo út. Við hittum íslending á leiðinni út. Okkur var skutlað inn í tollinn en strákarnir voru þeir einu sem voru tékkaðir. Það voru nefnilega engir kvenmenn þarna í tollinum en við vorum sannfærðar um að það væri bara yfirskin þar sem þeir væru hræddir við okkur... Þegar við loksins komum út voru flestir trukkabílstjórarnir farnir svo að við löbbuðum af stað. Eftir að hafa labbað slatta þá skiptum við okkur í faraáputtanumlið og hukkuðum. Ég og Siggi vorum saman í liði og þurftum ekki að bíða lengi eftir að fá bíl því að gamall kall kom fljótlega og keyrði okkur smáspöl. Þar kom svo sænskur risakall með sítt skegg og hár í trukki sem var allur í hundahárum og lyktaði eins og illa þrifinn hundur og með honum komumst við til Osló (frá Moss). Eftir að hafa beðið í langan tíma þar kom ein frá Afganistan sem keyrði okkur smáspöl. Þá keyrðum við framhjá Lóu og Matt sem voru að bíða eftir fari. Rétt fyrir utan Osló biðum við í ca 1 og hálfa klst með því að labba afturábak. Loksins fengum við þó bílfar með einni til Hammer og svo aftur með einum til Lillehammer. Við komumst fyrst hópsins á endastað sem var Mc.Donalds í Lillehammer svo ég fór í verslunarferð. Keypti mér sem sagt símakort. Svo komu Lóa og Matt og á endanum Danny boy. Við vorum sótt af einum frá norska skólanum. Þar komumst við í sturtu og fengum almennileg rúm. Við fengum skoðunarferð um skólann sem var allur miklu stærri og flottari og betur búinn en skólinn okkar. Og fólk var meira að segja að læra... Svo þvoðum við fötin okkar sem voru orðin ógeð.
|
Hef ekkert að segja og birti gömul dagbókarbrot... sniðugt ha:)!
Tvind, Danmark. Miðvikudagur 3.nóv.1999
Við vöknuðum kl.7 og fórum í sund. Synti 1000 metra. Fórum í morgunmat og gengum svo til Daníels og sungum fyrir hann afmælissöng. Fórum í herbergið, pökkuðum niður öllu lauslegu, lögðumst til íhugunar. Fórum á fund hjá Sofie (frönsk) og reyndum að finna allt út sem ætti að gera í ferðinn og öll fengum við verkefni. Ég átti að ljósrita kort og hafa control yfir því hvaða gögn við eigum að athuga hvort þau eiga sem gæti nýst við námið. Lóa - tölvuvinna, Daníel - contact, Matt (england)- budget og Siggi - matur. Það var mjög góður hádegismatur aldrei þessu vant og súkkulaðikaka, það bezta hingað til. Eftir matinn fórum við að ljósrita og ætluðum að klappa hundinum brúna, en það eru margir hundar þarna, þá réðst hann á okkur. Við lifðum af. Eftir matinn fórum við af stað á mesta torfærujeppa ever til þess að komast á ferjuna sem við hefðum aldrei getað á puttanum sem við ætluðum. Að vísu þá drapst á honum tvisvar og Matt stoppaði á rauðu ljósi á miðri götunni (eftir að hafa keyrt yfir stopplínuna) og skildi ekkert í neinu af hverju allir voru brjálaðir í kring og við að gera í brækurnar. Svona væru sko ekki umferðarreglurnar í Bretlandi..... Við stoppuðum í Álaborg til þess að kaupa ýmislegt útilegudót samtals 64000 kr. Danny er t.d núna yfir sig ástfanginn af tjaldi sem hann keypti. Við keyrðum eins og moðerfokkers til Hirsdals og við Lóa vorum næstum búnar að fara með korteríeitt ferjunni vegna þess að við vorum svo klárar að finna okkur trailer til þess að fá far með og sleppa við að borga ferjufarmiða (vissum ekki að tailerarnir í okkar ferju væru löngu farnir inn í hana). Sem betur fór uppgötvuðum við það í tíma en pólski bílstjórinn varð frekar svekktur. Við borgðum okkur í ferjuna og náðum 3 mín fyrir brottför, sem sagt nógur tími. Við höfðum það virkilega kósí í ferjunni. Fórum út á dekk, sváfum á gólfinu í einum bíósalnum að vísu virkilega illa því að við heyrðum alltaf reglulega hrikalega hátt í "bátaflugfreyjunni". Við Lóa fórum svona 7 ferðir í leit að bílstjóra á vöruflutningabíl en fundum engann með nógu stóran rass!!!
Noregur, ferjustöð. Fimmtudagur 4.nóv.1999
Við vöknuðum kl. 6:30 til þess að ná einhverjum bílstjóra á trukki. Við fundum einn sem gat tekið Dann a með og þeir ætluðu að hittast fyrir utan. Við átum smá morgunmat og fórum svo út. Við hittum íslending á leiðinni út. Okkur var skutlað inn í tollinn en strákarnir voru þeir einu sem voru tékkaðir. Það voru nefnilega engir kvenmenn þarna í tollinum en við vorum sannfærðar um að það væri bara yfirskin þar sem þeir væru hræddir við okkur... Þegar við loksins komum út voru flestir trukkabílstjórarnir farnir svo að við löbbuðum af stað. Eftir að hafa labbað slatta þá skiptum við okkur í faraáputtanumlið og hukkuðum. Ég og Siggi vorum saman í liði og þurftum ekki að bíða lengi eftir að fá bíl því að gamall kall kom fljótlega og keyrði okkur smáspöl. Þar kom svo sænskur risakall með sítt skegg og hár í trukki sem var allur í hundahárum og lyktaði eins og illa þrifinn hundur og með honum komumst við til Osló (frá Moss). Eftir að hafa beðið í langan tíma þar kom ein frá Afganistan sem keyrði okkur smáspöl. Þá keyrðum við framhjá Lóu og Matt sem voru að bíða eftir fari. Rétt fyrir utan Osló biðum við í ca 1 og hálfa klst með því að labba afturábak. Loksins fengum við þó bílfar með einni til Hammer og svo aftur með einum til Lillehammer. Við komumst fyrst hópsins á endastað sem var Mc.Donalds í Lillehammer svo ég fór í verslunarferð. Keypti mér sem sagt símakort. Svo komu Lóa og Matt og á endanum Danny boy. Við vorum sótt af einum frá norska skólanum. Þar komumst við í sturtu og fengum almennileg rúm. Við fengum skoðunarferð um skólann sem var allur miklu stærri og flottari og betur búinn en skólinn okkar. Og fólk var meira að segja að læra... Svo þvoðum við fötin okkar sem voru orðin ógeð.