Sannleikur hversdagsins

mánudagur, maí 24, 2004

Fór í sveitarferð yfir Fimmvörðuháls á uppstigningardag með Villý, Magga, Erlu og Sæma bróður Villýar. Gistum á Skógum og lögðum eldsnemma morguns af stað. Hittum 3 Quebécbúa sem höfðu farið 2 dögum áður og sögðu að leiðin hefði verið rosalega extreme sem reyndist nú ekki alveg skv.íslenskum standard. En við fengum hrikalega flott og gott veður og brjálæðislega flott er nú leiðin meðfram gljúfrinu og fossunum. Svo þegar við komum yfir brúnna þá byrjaði að snjóa og þegar við vorum í kofanum Fúkka þá var eiginlega kominn snjóbylur. Hittum hollenska stelpu sem var að koma úr Þórsmörk, greyið var örugglega með svona 35kg af farangri hangandi aftan og framan á sér og sagðist ekki hafa búist við þessu. Á niðurleiðinni var svo rigning og þoka. Yes the weather here in Iceland is just examples you know... Í Básum biðu svo Elli og Freyr eftir okkur og að sjálfsögðu var komið við í vinjinni Gallerý Pizza á Hvolsvelli. Ég bætti persónulegt met yfir hálsinn um tvær klst frá því í janúar.... Við vorum 9 og hálfan tíma í stað 7 og hálfs í jan.(reyndar lengri leið):o) Yeah..

Helgin var bissý fyrir utan vinnu var útskriftarpartý hjá Heiði hönnunarpæju á fös og innflutningspartý hjá Frædíbrædí og Óla. Skrapp svo að sigla á slöngubát eftir vinnu í gær með Steina og Tedda. Fórum í Kópavogshöfn, fengum okkur smá adrenalín með að stökkva útí hana og svo krúsuðum við í Nauthólsvík og Reykjavík. Freedom!!!

Nýjar ferðir hjá Hafsúlunni...

...heita Extreme beerdrinking og fara þannig fram að fólk kemur í hvalaskoðunarferð þegar það er haugasjór og reynir að drekka eins mikinn bjór og mögulegt er fremst á dekkinu í mestu öldunum.
Frá þýskum uppfinningamanni...
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?