Sannleikur hversdagsins

föstudagur, maí 14, 2004

Horfinn að eilífu...

...er litli vinur minn af hendinni á mér. Hann er horfinn, dáinn, farinn. Ég var sem sagt á vinnukvöldi í Gróubúð (björgóhúsinu) og allt í einu tek ég eftir að "æxlið", öllu heldur nýi puttinn sem var að vaxa á hendinni á mér (kalkútfelling) var horfinn með öllu. Eftir um árs samveru hefur þessi litli vinur kvatt og aldrei aftur mun fólk horfa á hendina á mér þegar ég er að benda eitthvað í staðinn fyrir að horfa þangað (mohaha). Í minningu hans verður mínútuþögn klukkan hálf sex í fyrramálið. Þeir sem sváfu yfir sig: óvirðing og ekkert nema óvirðing punktur

En út í aðra sálma.... "prófin eru búin og iðnskólinn lúinn og ég aldrei þarf að fara í skólann fúinn lalala" hey þetta er bara að verða nokkuð góður júróvisiontexti eins og "I´m late, I´m straight, I´m loosing weight". Eftir að hafa vakað alla nóttina fyrir síðasta verkefnavarning kom að því að kynna mína æðisgengnu pissutrekt sem er búin að vekja stormandi lukku og margir eru búnir fá að kynnast. Til dæmis nágranninn þegar ég var að gera mótið (sem leit út fyrir að vera typpaeftirlíking) og fékk hann til að saga út spítuna. Honum fannst lagið vera soldið dúbíus og spurði hvað þetta ætti að vera og svo sagði hann ekki meir eftir að ég var búin að útskýra það....hahaha

Hummer er búinn að fara í gegnum sitt þriðja hamskipti og núna er hann orðinn svo stór að hann nær í matinn upp á yfirborðið. Gó Hummer!
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?