Sannleikur hversdagsins

sunnudagur, maí 30, 2004

Pixies...

...stóðu sig bara helv. vel á tónleiknum. Ekki voru þau nú að kæfa fólk með kommentum og óþarfa blaðri, brúkuðu heldur raddböndin til þess að láta kröftuga hljóma dynja á eyrum langþyrstra aðdáenda. Það er víst betra að þegja en segja of mikið. Hlusta 1000 sinnum, hugsa 100 sinnum og tala aðeins 1 sinni. Eða var það kannski öfugt... Anywho... þá voru tónleikarnir mjög góðir miðað við alla aðra pixies tónleika sem ég hef farið á og ég get alveg huxað mér að fara aftur. En samt frekar glatað að hafa aukatónleikana á undan, ég meina varla voru þeir að æfa sig fyrir aðaltónleikana. Mér er sagt að fyrri tónleikarnir hafi verið betri þrátt fyrir að ekki hafi heyrst í trommunum fyrr en á 5ta lagi. Pixies samt lengi lifi!!!!! (samt frekar ólíklegt)

Hitti hinar ástkæru, stórskemmtilegu frænkur mínar Rúnu og Mæju í vikunni. Þær eru sko idolin mín. Mér finnst líf mitt verða svo eðlilegt þegar þær segja gamlar sögur af sjálfum sér, svona eins og að villast á áttavitanámsskeiði með 2 rjúpnaskyttum og samt öryggisskáta fyrir aftan sig og tæma af vatnstanki með 1ml sprautu eftir að hafa sett vatn langt yfir max. Þær eru æði og þær hafa nú aldeilis náð langt í lífinu sem þroskaþjálfi og geðlæknir á framabraut þannig að það er kannski ekki öll von úti enn með mig...:)

Var að keyra leigubíl í nótt og náði að bæta innkomumetið, íha lengi lifi stórhátíðardagar!!! Merkilegt, það er alltaf eitthvað þema í gangi hvort sem ég er að leiðsegja eða keyra. Þá spyr fólk sem hefur aldrei hist sömu spurninganna sem virðast liggja í loftinu. Þema dagsins í gær var: "Lendiru aldrei í vandræðum með fyllibyttur af því að þú ert kona?". Ég var nú orðin soldið þreytt á því í 20. skipti að útskýra fyrir fólki að það væru yfirleitt sömu leigubílastjórarnir óháð kyni sem lentu í vandræðum, og að ef maður bæri virðingu fyrir fólki og sýndi rósemi og yfirvegun við óvæntum uppákomum að þá fengi maður yfirleitt sama viðmót tilbaka. Sumir áttu samt í erfiðleikum með að skilja þetta en aðrir virtust allt í einu skilja lífið...
Einn gaur sem ég hitti á að keyra niðríbæ og svo seinna heim (aldrei gerst áður) ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum þegar hann settist inn. Þá var þetta í 4.skipti í röð sem þetta gerðist fyrir hann og honum var ekki farið að standa á sama. Hverjar eru líkurnar á að þetta gerist 4 sinnum??????? Ehh stjarnfræðilega litlar kannski...

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?