Sannleikur hversdagsins

miðvikudagur, júní 23, 2004

...glatað blogg...

Hér er ekkert búið að gerast lengi, lengi... Úr þessu þarf að bæta... Ég er búin að vera að vinna eins og formiga(maur) undanfarið og þess á milli að reyna að æfa fyrir klettinn hvíta og elda hollan mat til að vera nógu nærð. Er búin að vera að éta exótískan mat undanfarið, eins og lifur sem ég hef alltaf haft andstygð á (hélt fyrir nefið) en hún á að vera óhemjuholl (mamma hlýtur að vera stolt:)) og svo fékk ég mér túnfífilsblöð í gær en skv. Jóni bróður eiga þau að vera rosalega holl.

Fór upp á Hvannadalshnjúk einn fagran föstudag með Sissa en hann bættist í Hvítaklettshópinn. Það var klikkað gott veður sem var eiginlega of heitt, enda var hver svalur vindgustur teygaður eins og eina vatnið í eyðimörkinni. Vorum 12 og hálfan tíma upp og niður sem er 3 1/2 tíma skemmra en síðast. Fórum líka Virkisjökulsleið núna en brekka dauðans var heldur óárennilegri en síðast þar sem það rann beljandi lækur undir klaka og við fórum upp skriðukletta til hliðar. Þar var allt laust sem stigið var á og endaði ég með að fá hnullung í hnéð (heimskulegt). Svo hittum við nokkrar flottar sprungur á leiðinni og gengum yfir nokkuð aktívt skriðusvæði þar sem sífellt komu smáspýjur fljúgandi niður. Komu eins og öfugir flugeldar, nokkuð flott. Myndir úr ferðinni... Var svo í Skaftafelli yfir helgina, það var náttúrulega bara til að vera nálægt Gerði sem tekur sig vel út þarna í villtu náttúrunni:o)

Svo fórum við Gerður og Teddi Laugarveginn á mid og fim. Gengum fyrsta daginn frá Landmannalaugum og yfir í Botna og svo seinni daginn restina. Þetta er ekkert smá falleg leið með endalausri fjölbreytni í landslagi, litum, lykt, plöntum, steinum og orku. Mæli eindregið með þessarri leið, hún er geggjuð. Mér tókst nottlega að snúa mig þegar við vorum ekki hálfnuð en samt var það aðallega hnéð frá því á Hnúknum sem var að há mér. Teddi var líka með einhver hnjámeiðsli en Gerður gella sem nota bene hefur ekki mikið verið að labba skaraði framúr fyrir dugnað og gjörvuleik. Gó Gedda!!!!

Nú tekur bara við síðustu skrefin áður en haldið verður til Sviss á vit ævintýranna... Nenni ekki einu sinni að fara að kjósa.. En hefði verið til í að kjósa Ástþór svo það sé á hreinu.. hann er einn af þessum sem gæti verið til í að gera áhrifameiri byltingu en að neita að skrifa undir fjölmiðlafrumvarpið. En hvað er þetta með ísl.forsetaframbjóðendur og útl.kellur???????
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?