Sannleikur hversdagsins

fimmtudagur, september 30, 2004

Kýr að bera...

...hross hneggjandi fyrir utan gluggann, traktór keyrir um á fullu, kennarinn þrumar yfir fjöldanum fróðleik um nautgriparækt í Nýja-fjósi, lætur nemendur beygja orðið kýr í eintölu, fleirtölu, með og án greinis. Ekki lætur það öllum vel í hendi og huga.

Fyrstu þrjár vikurnar hér á Hvanneyri fóru sem sagt í það að allir nemendur á fyrsta ári (alls 34) í háskólanum þurftu að læra snefil af öllu því sem kennt er á háskólastigi við LBH. Bæði til að kynnast náminu og hinum nemendunum. Nokkrar vettvangsferðir voru líka farnar um Borgarfjörðinn og núna er maður loksins farinn að kunna fjöllin og áttirnar utanað (bara 3 áttir hér), bæjarnöfnin, fólkið sem býr á bæjunum, hvað það borðar og hvernig það er skylt... Mjög nytsamlegt.
En núna erum við sem sagt komin á kaf í námið og mér líst bara helv. vel á það. Bara soldið mikið að læra þegar mann langar til að gera allt annað líka...

Hummer er svo léttur á sér núna að hann hangir bara alla daga í trénu hálfur uppúr og er byrjaður í foreldraleikfimi á spennu aftur. Ég reyndar veit samt ekki hvort hann er búinn að éta börnin eða ekki. Vonandi fer ég þó að sjá skoppandi barnabörn fljótlega.
Kjarval kynntist brekkusnigli hérna í sveitinni um daginn, sem var líka bi eins og hann. En því miður urðu deitin bara tvö þar sem brekkusniglinum fannst alveg nóg að bera húsið sitt á bakinu á deit en að hann þyrfti að taka með sér súrefniskút líka. Kjarval er því frekar leiður þessa dagana.
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?