Sannleikur hversdagsins

föstudagur, október 08, 2004

Góðu fréttirnar eru þær...

...að það er farið að vera hvítt í fjöllum hérna í Borgarfirðinum. Skessuhornið sem blasir við á hverjum morgni er búið að vera sveipað hvítri slæðu undanfarna daga. Skyldu nú veðurguðirnir hafa ákveðið að skella smá vetri á árið 2004? Það væri ekki amalegt svona einu sinni.

Slæmu fréttirnar eru þær...
...að það er alltof mikið að gera á Hvanneyri, alltof mikið áhugavert að velja úr... Það er hægt að stunda körfubolta, bandy, fótbolta, blak, handbolta, sund, nokkrar teg.jóga, dans, hestamennsku, bridge, leiklist, partí, söng etc. svo eru áhugaverðir fyrirlestrar öllum stundum, óendanlegir útivistarmöguleikar. Svo er það skólinn... ...það vantar að minnsta kosti 3 aukadaga í vikuna eða ódýra klónunarmöguleika í þennan heim.

Í gær var karaokí á Mótel Venus sem er aðal partípleisið í sveitinni. Nottlega stóðst maður ekki mátið að sjá hljóðnema og dúettinn okkar Önnu Sifjar sem er með mér á umsk1 tók tvö lög og viti menn við enduðum í 3ja sæti. Segir kannski til um það hve fáir tóku þátt...:) Sá annars fram á rólega helgi með lestri góðra námsbóka og chilli en nú hefur stefnan snarlega tekin á að reyna við Þumal með undanförum og -rennum... Ef ég skrifa aldrei hér inn aftur að þá var gaman að kynnast ykkur:o) May the force be with you!
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?