Sannleikur hversdagsins

mánudagur, janúar 31, 2005

Gleðifréttirnar eru þær...

...að tölvan mín var ekki ónýt. Tölvuviðgerðarkallinn hringdi í mig og baðst afsökunar á því að hafa verið að lýsa fyrir mér annarri tölvu sem var öll í hakki. Mín var bara allt í lagi nema hvað það þarf að setja meira minni í hana... Þarna græddi ég 120 þúsund kall :o)...nanananana

Á laugardaginn labbaði ég ásamt því snilldarfólki Ásgeiri úr Borgarnesi og Oddnýju af Akranesi upp á Akrafjall. Það var ágætisvindgjóla og í mestu hviðunum varð maður að halda sér í nærliggjandi grjót, bara fyndið. Á toppnum bakaði Ásgeir svo pönnukökur sem var algjör snilld og það var sko sykur, bláberjasulta, rjómi og súkkulaðirúsínur með. Geri aðrir betur!!!:) Tvímælalaust bestu pönnukökur sem ég hef smakkað...:o)
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?