Sannleikur hversdagsins

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Já, var að átta mig á því...

...að kannski hef ég ekki svo svakalega mikinn áhuga á því að vera eini portúgalski leiðsögumaðurinn á Íslandi því þeir eru ótrúlega krefjandi og orkufrekir þrátt fyrir að vera ótrúlega skemmtilegir og líflegir. Vantar eins og tvær könnur af þolinmæði með hverjum morgunmat og helst um kaffileytið líka. Þeir eru alltaf að spyrja að einhverju sem er gott mál en þegar þeir spyrja ALLIR í einu og ALLTAF að þá verður þetta soldið þreytandi.

...að það eru virkilega 10 ár síðan ég bjó í Portúgal og ég var ekki nema 17 þá og kannski ekki skrítið að ég viti ekki rassgat um þetta land. Ég kannast alveg við nöfn á mat og stöðum en ég man ekki alveg hvað það var eða hvort ég smakkaði og hvað þá ef mér fannst það gott eða hvar eða hvort og hvenær ég kom þangað. Og hvers vegna eru þá allir í hópnum alltaf að spyrja mig um eitthvað sem ég man ekki???

...að sumarið er að verða búið og ég er ekki búin að gera neitt nema vinna jú og auðvitað fara í brúðkaup. Vinnan er reyndar skemmtileg og brúðkaupin líka mjög skemmtileg en ég er ekki búin að gera mikið annað.

...að það er ótrúleg óeigingirni af fuglunum að vera að syngja fyrir okkur endalaust þar sem við nennum aldrei að syngja fyrir þá.

...að ég er að spá í því að ganga í klaustur tímabundið.

Megi hvalurinn mikli vera með ykkur!
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?