Sannleikur hversdagsins

sunnudagur, júlí 24, 2005

Ohhh, ég get verið svo guidafyndin stundum...

...af því ég bjó til nýjan guida brandara í dag... Ég er búin að vera með amerísk feðgin í 2 daga Gullna hringinn, á sleðum, og í helli þannig að við vorum aðeins farin að þekkjast og þá fara oft nýir brandarar að spretta. Var búin að segja þeim að bretar byggju í eins húsum en til að finna leiðina heim af barnum að þá væru þeir með hurðirnar málaðar í sitthvorum litnum. Við íslendingar gerðum gott betur og máluðum allt húsið í áberandi lit. Svo vorum við á leið til Keflavíkur í dag og ég sagði þeim að herstöðin væri þar sem mismunandi litu þökin væru, til þess að Airforcið vissi í hvaða blokk þeir ættu heima þegar þeir kæmu fljúgandi heim frá barnum... Var þetta ekki fyndið?:)

Og annar glataður guidabrandari en þegar maður er að keyra á holóttum malarvegi að þá finnst fólki voða sniðugt (amk mér og ég hlæ mjög hátt og skellt að sjálfri mér;)) þegar ég segi að þetta sé svona nuddvegur(massage road) og þau þurfi ekki að borga aukalega fyrir nuddið. Svo einu sinni var ég nýbúin að segja þetta og vegurinn varð hrikalega holóttur og fólkið átti fullt í fangi með að rotast ekki og þá kom einn guidabrandarinn: "But this aint no louzy massage road, this is a VIKING MASSAGE ROAD because they have so big muscles!" Og var þetta ekki líka fyndið?:)

En vissuði það að þegar allir fingur eru í lófann lagðir að þá eru þeir jafnlangir. Þegar allt fólk er lagt á koddann þá ná allir jafnlangt upp að höfðagaflinum... Stúlkur! Risi eða dvergur? Ætti samkvæmt því ekki að skipta máli...

Mér finnst að fleiri karlmenn ættu að hafa skegg því það er ótrúlega karlmannlegt, en samt ekki yfirvaraskegg með upprúllaða enda því það er ógeð..

Ok bæ!
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?