Sannleikur hversdagsins

föstudagur, ágúst 12, 2005

Hér kemur óbirt blogg frá því um miðjan ágúst

...ég fékk ótrúlega flotta veiðistöng í afmælisgjöf og spúna. Núna þarf ég ekki lengur að nota hræðilega litla framlengjanlega tólið sem ég keypti á bensínstöð. Svo fór ég með tveimur litlum frændum að veiða í áveituskurðinum og við fórum heim með öngulinn í rassinum en færið blotnaði amk.

Fór með Valda og Maríu Guðbjörgu að veiða hjá Borgarfjarðarbrúnni. Gekk rosalega vel að veiða fyrir utan það að það veiddist ekki mikið þrátt fyrir miklar og fagrar tilfæringar:)
Svo létum við liggja í letingja soldið lengi og fannst eins og stöngin hjá honum Valda hreyfðist aðeins en héldum að það væri bara vindurinn. Svo var komið að heimferð. Þegar við drógum inn færin kom í ljós minnsti tittur með stærsta kjaft mögulegan fyrir smæð sem þessa á stönginni hans Valda. Greyið var örugglega búið að vera þarna lengi haha. Marhnútur sem rétt var kominn yfir kviðpokaskeiðið...

Gaman að koma heim í sveitina og sjá hvað blómunum og fiskunm líður vel með skógræktarfræðing og dýrahjúkku til gæslu (Valdi og Guðrún snillingar).

Bjargaði litlum þúfutittlingi sem skýrður var Dúi. Hann er farinn að sitja á fingri mér og horfir þakklætisaugum í augun á mér (fuglamál"af hverju léstu hann ekki frekar éta mig"). Dúi er að reyna að jafna sig af vængbroti, óvíst hvað hann lifir lengi en hann er ekkert smá fyndinn og gáfaður. Finnst flugur rosalega góðar og gleypir risaköngulær með góðri lyst. Svo sprikla lappirnar af þeim á gólfinu og hann yfir sig ánægður. Hann mun nú sennilega ekki lifa mjög lengi þar sem hann þarf óhemju mikið af skordýrum til átu og lifir ekki af í náttúrunni vegna alvarlegrar slösunar. Sjáum hvað setur.
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?