Sannleikur hversdagsins

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Það getur nú ekki verið...

...að maður sé orðinn fullorðinn þegar manni finnst eftirfarandi ekki gott: súr sviðasulta, hákarl, súrir púngar, súrt slátur, súr hvalur (hrollur), kindaaugu, lifur, koníak og wiskey. Reyndar er svínasulta og sviðasulta ekki svo slæmt ósýrt og kannski eru það fyrstu merki fullorðinsáranna að smakka á einhverjum svona furðumat... Damn verður maður ekki ungur að eilífu! En það má nú segja það að ég er nú alveg farin að skilja af hverju lífaldurinn var svona lágur hérna á Íslandi fram eftir öldum. Ég hefði örugglega líka svelt mig í hel...

Annars fórum við nokkrar héðan á Nornakvöld hjá Liljunni í kvöld sem var afar skemmtilegt. Þarna höfðu tekið sig saman fullt af fólki með ýmsa hæfileika s.s. cranio, heilarar, sjáandi, bolla- og tarotlesarar og voru að kynna sína hæfileika. Svo fengu gestir að fara til þeirra í 10 mín. Mjög gróskumikið starf sem þarna er unnið á andlega sviðinu enda var troðfullt hús. Þvílík orka samankomin í þessu húsi.

Já, svo er ég að spá í að athuga hvort hún Alda Laufey vilji ekki vera matráðskona hérna hjá mér. Hún býr til ógó góðan mat, namm!

Ætlar enginn að gubba yfir nýju litina á blogginu?
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?