Sannleikur hversdagsins

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Hver fann eiginlega upp kaffi?

Eftir kaffihlé drakk ég alltof mikið af kaffi í dag til að halda mér vakandi og núna get ég ekki sofnað... Bætti inn myndum á myndasíðuna ef einhver hefur ekkert að gera:)

Helgin var frábær á sinn einstaka hátt, Alda bjó til kyngimagnaða pizzu og við horfðum á Eurovision með Oddu. Ég vil að Ómar Ragnarson vinni, hann er náttúrulega náttúruhetja og flautaði líka ekkert smá vel uppi á sviði. Það er nú ekki heldur eins og margir hafi flautað uppi á sviði í Eurovision.. Kjósum Ómar, hann er rokkari og hann á það skilið!

Farið var líka á laugardagskvöldinu í Mission Hvanneyri - björgum ruslagámunum áður en bílarnir fjúka á þá. Við Vaggi og Lilja földum þá fyrir bílunum bakvið stiga svo þeir myndu ekki eyðileggjast. Svo hringdi Heiða og þá var hjá henni gömul vinkona sem ég hafði ekki hitt í 15-18 ár. Við vorum ekki alveg vissar hvað það var langt síðan. Það var ótrúlega skemmtilegt að hitta hana aftur:) Þar var svo singstar sem lifði í til um hálffimm...

Á sunnudeginum var svo björgunarsveitarþema. Farið var á milli veðurhryðja undir Borgarfjarðarbrúnna til þess að festa ljósleiðara. Tveir að festa og við hin á öryggisbátum, ágætis ölduhæð og dásamlegt finna pusa yfir bátinn. Um kvöldið var svo farið í línuvinnu, kominn tími til að rifja svoleiðis upp...

Já, hérna kemur eitthver staðreyndaklukkleikur sem ég svaraði aldrei en ætla að gera núna af því ég get ekki sofið... Set bara leyninafnið mitt á það svo það fattist ekki að þetta sé um mig.

5 staðreyndir um Hal Animal
1. Hal er yfir dvergastuðli!
2. Hal borðaði fiskiflugur þegar hún var lítil, sem útskýrir margt!
3. Hal er kókómjólkurfíkill!
4. Hal borðar ekki soðnar rúsínur!
5. Hal er VÍST tvítug og meira að segja búin að vera það í mörg ár!
Okey enginn verður píndur til að gera hið sama en endilega skrifið samt 5 staðreyndir um ykkur c",)
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?