Sannleikur hversdagsins

mánudagur, febrúar 27, 2006

Dagurinn í dag...

...byrjaði á því að ég fór í fjósið fyrir allar aldir með Elínu fjósakonu. Var búin að fara einu sinni áður í "starfskynningu" með Hrafnhildi og Ragnari. Þar lýsti ég yfir áhuga á að fá að mjólka aftur og það gerðist sem sagt í dag. Það er alltaf jafn dásamlegt að finna fjósalyktina streyma um vitin og draga þann dásemdarvökva mjólkina úr þeim yndisskepnum blessuðum kúnum. Ekki skemmdi fyrir að kötturinn Rjómi fór á kostum. Við það þegar mjaltirnar voru að hefjast þá sat kauði skælbrosandi í fötunni þar sem skítugu tuskurnar fara, alveg þangað til að honum fannst full mikið komið af ógeðstuskum. Þá flutti hann sig í vaskinn og fór að þvo sér... Þetta er brosmildasti köttur í heimi og eini kötturinn sem ég hef séð slefa...haha

Í dag fluttum við kynningu á frummatskýrslu í Mati á umhverfisáhrifum á efnisnámi úr árfarvegi fyrir austan. Alls 8 hópar fluttu sama verkefni í undanförnum tímum. Hljómar leiðinlegt? Já, en allir fengu hlutverk hinna ýmsu aðila og áttu að spyrja um hitt og þetta sem gerði þetta mjög líflegt.

Í hádeginu var fundur um utanlandsferð. Já, ég er sem sagt að fara í ferð til norðurlandana með 2.ári í búvísindum og skógfræði í ágúst.
Eftir fyrirlestur í Dýrafræði hryggleysingja þurftum við að greina í sundur pöddur. Af hverju geta pöddur ekki bara verið pöddur!
Eftir það fór ég með Önnu Sif að aðstoða í ótrúlega skemmtilegu verkefni. Fór reyndar með Braga fyrir stuttu í sömu erindagjörðum. Fæ kannski að birta myndir af þessu hjá þeim.

Er búin að vera að spá í því að gera eitthvað annað en að guida í sumar. Prófa það amk og eiga kannski smá tíma fyrir vini og fjölskyldu og ferðast upp á eigin spýtur... Hvað af verður veit nú enginn.... og heldur ekki ég...

Spakmæli dagins: Hlustaðu 1000 sinnum, hugsaðu 100 sinnum en talaðu aðeins einu sinni! Kínverskt spakmæli
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?