Sannleikur hversdagsins

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Eldur úr eyrum

Alveg dagsatt!!! Það er sko málið að það er búið að vera að ganga á milli manna svona ecco cones stönglar sem notaðir hafa verið af indjánum til að hreinsa á sér eyrun. Actually hreinsa út úr eyrunum í stað þess að troða inní með eyrnapinna þau eins og við gerum stundum... Þetta er sem sagt búið að ganga á milli manna vegna þess að enginn hefur verið svo vitlaus að prófa þetta þangað til í kvöld.
Framkvæmdaraðili var Alda nágranni sem framkvæmdi þessa miklu aðgerð á eyrunum á mér í kvöld til að kanna hvort þau væru full af skít þrátt fyrir samviskusamlega unnin eyrnapinnastörf í gegnum tíðina.
Gjörningurinn fer þannig fram að fórnarlambið leggst á hliðina á meðan gjörningamaðurinn setur svona hólk úr líni og vaxi í eyrað og kveikir í... Svo logar þessi fallegi logi og gjörningamaðurinn þarf svo að klippa alltaf fyrir ofan eldinn svo það detti ekki aska. Í lokinn er svo fullt af gömlum mergi (rímar við:af gömlu bergi brotinn) kominn í hólkinn. Þetta var mjög fyndið, örugglega svínvirkaði og hárið á mér sviðnaði eiginlega ekkert...:) Heill sé indjánum!!! Úgg!
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?