Sannleikur hversdagsins

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Back to reality...

Þá er skólinn aftur byrjaður þrátt fyrir að páskafríið hafi rétt verið að byrja. Var að vinna í viðarnýtingu næstum alla páskana sem var mjög hressandi. Jana megapæja og dugnaðarforkur kom og hjálpaði sem og Nonni bróðir. Takk:) Enda varð árangurinn eftir því (sjá mynd).

Fór út að hjóla í morgun og þegar ég kom út á veg þá sá ég hvíta þúst á nærliggjandi túni, svo þegar ég kom nær sá ég augu og trýni. Þetta var sem sagt lítill, hvítur rebbalingur sem var að reyna að "fela sig" í fölgulu túni. Ekki alveg að virka hjá greyinu...:) Svo þegar hann sá að ég vissi af honum þá hljóp hann í burtu. Algjört krútt. Því miður náði ég ekki að taka mynd af honum en tók mynd af einni grárri sætri meri í næsta nágrenni.|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?