Sannleikur hversdagsins

sunnudagur, apríl 09, 2006

Komnar myndir...

Það eru komnar myndir úr skíðaferðinni norður.

Um þarsíðustu helgi fóru meðlimir úr Útivistarklúbbnum á Hvanneyri með í fjölskylduferð á Langjökul á vegum Bjsv.Brákar. Það var ekkert smá fjör. Fyrst var farið upp á Geitlandsjökul þar sem stórir og smáir fengu að láta draga sig aftan í vélsleða. Svo var skíðað og sleðað niður Geitlandsjökulinn og farið í íshellana þar sem var grillað. Svo fór hluti hópsins áleiðis í Þursaborg en hinir fóru uppá Hábungu og sumir renndu sér niður 5,8km langa brekku. Eftir þessa frábæru ferð skellti ég mér í frábært frænkupartí í Grímsnesi. Myndir...

Um síðustu helgi héldum við sem ætlum í námsferð í sumar grímuball á Indriðastöðum. Það var baara fjör. Myndir...
Daginn eftir fórum við Björk, Sunna og Bái í heimsókn að bænum Háafelli í Hvítársíðu. Þar er nokkuð stórt geitabú og oh mæ god hvað ég væri til í að vera geitabóndi, GEITUR ERU ÆÐI! Þar ægði saman allskyns dýrum og þetta var algjört ævintýri að koma þarna og geiturnar eru algjörar kelirófur. Myndir...

Nóg um það... veit einhver hvernig maður fær færslurnar til að vera samhliða listunum til hægri á skjánum???


|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?