Sannleikur hversdagsins

mánudagur, september 25, 2006

Göngum með Ómari - þjóðarsátt fyrir komandi kynslóðir

Boðað er til fjöldagöngu með Ómari Ragnarssyni frá Hlemmi að Austurvelli klukkan 20.00 á þriðjudag. Ómar hefur kynnt hugmyndir um nýjar leiðir sem fela í sér að hægt verði að afla raforku til að knýja álverið í Reyðarfirði án þess að fórna þeim náttúruperlum sem færu undir fyrirhugað Hálslón. Ómar leggur til að fyllingu Hálslóns verði frestað og Kárahnjúkavirkjun verði geymd ógangsett sem magnað minnismerki um hugrekki þjóðar sem leitaði sátta við kynslóðir framtíðarinnar og eigin samvisku.

Ómar kynnti þessar hugmyndir sínar á blaðamannafundi á dögunum. Við tökum áskorun hans og sýnum stuðning okkar í verki með því að safnast saman og ganga niður Laugaveginn. Við hvetjum þig til að gera slíkt hið sama.

Því er boðað til:

Jökulsárgöngu niður Laugaveginn á þriðjudag kl 20.00 frá Hlemmi að Austurvelli

Horfumst í augu við siðferðislegar skyldur okkar gagnvart landi og náttúru! Göngum með Ómari niður Laugarveg á þriðjudaginn.

Stöndum saman, sendum áfram og tryggjum góða mætingu!

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?