Sannleikur hversdagsins

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Jæja þá er ég loksins búin...

...að jafna mig á veikindunum... :) Reyndar fyrir soldið löngu en takk fyrir batnóskir og góða strauma. Er samt ekki fyrr en núna farin að hafa mig af stað í ræktina, ferlegt að detta svona niður í spikafhlaupi. Að vísu fær maður þónokkra hreyfingu úr reiðmennskunni svo það er nú kannski ekki alveg verið að spikhlaupa þannig sko... Allavegana síðan síðast er ég búin að fara á járningarnámsskeið og járna tvo fætur alveg sjálf. Ætli það hafi ekki tekið um 4 klukkutíma samtals en samt rosalega mikið afrek:) Tek ofan fyrir járningarfólki!
Um síðustu helgi var ég að læra, prjónaði húfu, fór á hestbak og horfði á 4 bíómyndir. Hostel - vá en subbuleg mynd ojbara. Hún byrjaði mjög fyndin með honum Óla flippaða íslendingnum á bakpokaferðalagi en svo þegar morðin voru byrjuð þá ojbara. Er svona til? Hitchhikers guide to the galaxy - alveg alltílagi til að ná sér eftir Hostel, þunglynda vélmennið með stóra hausinn var langkrúttlegast. Scary movie 2 hmm mæli ekki með henni. Svo mynd um ástralska konu og japana sem fara saman í óbyggðir Ástralíu - fín mynd, hvetur mann frekar til að fara að ferðast en Hostel - samt örugglega áhugaverðara að vera japani og horfa á myndina. Eða eitthvað... Nú er ég hætt í kvikmyndagagnrýni og farin að reyna að finna eitthvað um Global warming effects on wetlands plant ecology... eða áhrif hnattrænnar hitnunar á plöntuvistkerfi votlendis... jibbí:)
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?