Sannleikur hversdagsins

laugardagur, desember 16, 2006

Já, þess er óskandi...

... að Ásgeir sé nú kominn yfir mestu baráttuna og leiðin liggi bara uppávið. En ef þið hafið fylgst með líðan hans að þá hafið þið séð að baráttan fyrir lífinu og bata hefur verið mjög hörð. Ótrúlega mikið sem hann er að ganga í gegnum. Það verður bara að halda áfram að senda góða strauma, ljós og biðja fyrir bata. Hann er svo frábær manneskja og á allt það besta skilið ekki síst góðan bata.

Ef þið hafið ekki tekið eftir því þá eru komnar myndir inn á myndasíðuna mína:
Myndir úr jarðfræðiferðalagi
Kerling og Lofthellir
Veiðiferð í Laufdalsvatn o.fl.
Girðingarvinnumyndir
Danmerkurferð
Hvalaskoðunarferð með Hafsúlunni
Hellaferð í Leiðarenda

Nú eru próf í gangi og lítið annað að gerast þess utan. Fjölskyldan, vinirnir og hestarnir fá næstum minnstu mögulegu alúð, og björgunarsveitin líka en sýndi smá lit í dag með nokkurra tíma bílastæðaábendingum við Húsasmiðjuna. Verð búin í prófum 19.des og ætla að fara heim þá. Óvíst er hvort jólakort berist fyrir þessi jól, mögulega gætu þau komið milli jóla og nýárs eða á nýja árinu eða jafnvel ekki. Búálfurinn er samt búinn að lofa að skrifa nokkur. Ég reyndar fann nokkur hálfkláruð og nokkur sem aldrei voru send á síðasta ári. Hver veit nema einhver fái tvö hahaha... Tel samt líklegra að þau verði heldur færri en eitt... Já það er sem sagt mikil röð og regla á jólakortaskrifum hjá mér þessi síðustu ár. Kannski það verði opna, lesa, svara aðferðin sem stundum hefur svínvirkað vel HVER VEIT?:O)
Elskykkur
Hal
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?