Sannleikur hversdagsins

laugardagur, desember 16, 2006

Það verða jólatré og...

...meiri jólatré til sölu fyrir jólin í Ölvisholti sem er 12 km austan við Selfoss. Ef ykkur vantar æðislegt, sérstakt, fallegt draumatré með skemmtilegan karakter þá er þetta málið. Komið, leitið, veljið, finnið og sagið eða takið með rótum jólatréð ykkar. Njótið útiveru og upplifið jólastemningu í holtinu í Flóanum. Ótrúlega frábært verð fyrir góða ferð!:o) Heppnir gætu hugsanlega fengið leiðsögn um staðinn eða jafnvel kakó og smákökur en samt ekki loforð:o) Amk ekki uppí ermina þar sem það fer eftir stund og önnum. Upplýs. í síma 6990717 (Halla). Betra samt að hringja eftir 19.des því þá er síðasta prófið en Nonni bróðir og fjölskylda eru að leiðbeina fólki þangað til.

Á sama stað er einnig hægt að fá ótrúlega góðar málaðar 200ltr. málmtunnur með loki eða skrúftöppum. Endalausir notkunarmöguleikar, t.d. sem blóma eða trépottar, ruslatunnur, fyrir skíði og bretti þar sem vantar bílskúr, fiskabúr, óhrein föt þar sem sjaldan er þvegið, óþekka krakka, maka, vini og gæludýr og svo margt, margt fleira. Leiðbeinandi verð fyrir bæði tunnur og meter á trjám er 1200.- en jafnvel hægt að prútta uppá afríska mátann... Amk ef brugðið er fyrir sig swahili eða bimbe... Upplýsingar í sama símanúmeri og hér að ofan og helst ekki fyrr en eftir hádegi 19.des:o)

Á sama stað eru einnig höfuðstöðvar hins framsækna fyrirtækis Ísplantna sem sérhæfir sig í lífrænu plöntutei og plöntuhylkjum. Sjá heimasíðu Ísplantna. Í Ölvisholti er hægt að fræðast um fyrirtækið og framleiðslu þess frá fyrstu hendi. Þessar íslensku plöntur eru svo sannarlega magnaðar...

Þá er sölumennsku.is á blogginu lokið en endilega látið vini, vinnufélaga og ættingja vita af þessum frábæra kosti fyrir jólin:o) Að heimsækja friðinn og kátínuna í sveitasæluna:)
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?