Hvanneyringar
- Alda granni
- Lilja telemarkchick
- Súper-María
- Arna Dögg
- Helga Magg
- María Guðbjörg
- Stefán
- Guðrún og Valdi
- Eyjólfur Yngvi Kiwi
- Ranka í Kalmannstungu
- Hrafnhildur frá Litla-Ármóti
- Lilja og Vaggi
- Hildur Sigurgríms.
- Sigurborg Ósk
- Oddrún Ýr
- Ásrún Ýr
- Sigga Júlla
Skrítið og skemmtilegt fólk
- Inga Rúna
- Ýr Gísla
- Davíð bifrestingur
- Jana megabeib
- Elsa Gunn
- Steini stuðbolti
- Harpa Magg
- Dísa Ljósálfur
- Ranka pæja
- Ragga hundapæja
- Eyrún pæja
- Gína gella
- Eyrún sveitastelpa
- Elsa og Nonni
- Berglind
- Sigga og Hjalti
- Boggi í Ársæli
Bráðnauðsynlegar heimasíður
Fortíðin...
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- apríl 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- janúar 2007
- febrúar 2007
- apríl 2007
- júní 2007
- september 2007
- október 2007
- nóvember 2007
- febrúar 2008
- mars 2008
- apríl 2008
- október 2008
Sannleikur hversdagsins
þriðjudagur, febrúar 06, 2007
Jæja þá er bloggdvalinn búinn...
...og náttfötin reyndar löngu hætt að vera fastur samastaður fram til klukkan 10:00 á morgnana. En það kom svona náttfatatímabil hér í byrjun árs sem var alveg dásamlegt á sinn hátt en ekki sérlega vænt til þarfra verka eins og lærdóms, tiltektar, þorrablótunar, hestamennsku og annarrar íþróttaiðkunar.
Síðan síðast er margt búið að gerast, ég fór á photoreading námsskeið á Bifröst sem var mjög gott en ég hef ekki haft tíma til að æfa mig í hraðlestri síðan þá hversu vitleysislega sem það hljómar. Eina helgina fór ég með 2 fullgildum félögum og 4 unglingum í gönguferð í Langavatnsdal. Þar var á föstudagskvöldinu gengið inní gangnamannakofa Álfthreppinga, á laugardeginum var svo gengið sem leið eftir láglendi að stíflu einni klakabrynjaðri og yfir Langavatn í Torfhvalastaði þar sem kofi Borghreppinga er og gist þar. Á sunnudeginum var farið sem leið lá yfir í Svignaskarð. Sjá ferðasögu á http://www.bjsvbrak.is/ og hjá Súper Maríu. Þetta var dásamleg ferð með blíðskaparveðri þótt kalt væri.
Aðra helgina skellti ég mér á Þorrablót í Þingborg með Hrafnhildi, Ragnari og Atla. Við gistum heima hjá Hrafnhildi á Litla-Ármóti. Það var nú aldeilis gleði og gaman þar sem étinn var harðsvíraður hákarl og fleira gómsæti, fylgst með gríni afar vel gerðu af sveitungunum og tjúttað frá sér allt vit. Þegar heim var komið var ekki farið að sofa heldur stuttu seinna í fjósið sem var hreint út sagt dásamlegt. Þar fékk gamla sveitastelpan að mjólka, gefa kálfunum og þám kenna einum litlum að drekka úr fötu. Hefði ekki viljað missa af þessu fyrir fimmaur, alveg til að bjarga árinu. Svo hafa orðið þau sögulegu tímamót í hestamennskunni að ég er komin á annan taminn hest. Hann Þokki minn þessi elska tók uppá ýmsum dintum núna eftir áramót svona eins og að rjúka úti og inni á ólíklegustu tímum. Þetta var ekki sérlega vinsælt af samnemendum mínum. Þrátt fyrir að vera búin að ná jákvæðum tökum á honum að þá var ekki skynsamlegt að hafa hann áfram í tímunum þar sem ekki var alveg hægt að treysta honum til að hegða sér á hestsæmandi hátt. Svo í morgun áttum við saman síðustu stundirnar við að draga undan og rölta út í girðingu þar sem klárinn var sérdeilis glaður og hress með að sleppa út eftir laaaanga inniveru. Í gær vorum við að fara á bak tamningatryppunum í fyrsta skipti og hún Lydía litla sem ég er að temja var ekki alveg sátt við hnakkinn og hvað þá litla barnið sem var að labba í reiðhöllinni sem hræddi úr henni líftóruna. Svo fór ég á bak henni sem var allt í lagi fyrst en þegar fyrstu skrefin voru tekin að þá kom nú aldeilis fjör í kellu og hún hoppaði og skoppaði nokkrum sinnum en sem betur fór var kennarinn til staðar og passaði uppá að allt færi vel að lokum. Þetta fannst mér nú frekar fyndið að endilega þurfti merin hjá mér að láta svona þegar allir hinir voru ofboðslega þægir. Fékk smá flashback frá henni Kleópötru prinsessu:) En viti menn, í dag þegar ég fór á hana þá var hún ljúf eins og lítið lamb, þvílík og endalaus hamingja og gleði:o)
Um helgina fór ég með skólafélögum mínum norður í Húnavatnssýslu til þess að athuga hross til láns. Nánar tiltekið með honum Magnúsi frá Stóru-Ásgeirsá og Kristínu frá Vestmannaeyjum. Heima hjá Magga fékk ég að prófa 2 kostamerar og sjá mikla gæðinga og hitta fyrir mikil góðmenni. Núna er komin í stað Þokka gemlings ein brún meri sem heitir Ósk. Þess má geta að Lydía er líka brún. Þetta er ár hinna brúnu hrossa!!! Annars er mjög mikið að gera í skólanum þessa dagana og því ekki mikið bloggað en það mun gerast einhvern tímann...
Svo koma hér nokkrar myndir úr norðurferðinni.
|
...og náttfötin reyndar löngu hætt að vera fastur samastaður fram til klukkan 10:00 á morgnana. En það kom svona náttfatatímabil hér í byrjun árs sem var alveg dásamlegt á sinn hátt en ekki sérlega vænt til þarfra verka eins og lærdóms, tiltektar, þorrablótunar, hestamennsku og annarrar íþróttaiðkunar.
Síðan síðast er margt búið að gerast, ég fór á photoreading námsskeið á Bifröst sem var mjög gott en ég hef ekki haft tíma til að æfa mig í hraðlestri síðan þá hversu vitleysislega sem það hljómar. Eina helgina fór ég með 2 fullgildum félögum og 4 unglingum í gönguferð í Langavatnsdal. Þar var á föstudagskvöldinu gengið inní gangnamannakofa Álfthreppinga, á laugardeginum var svo gengið sem leið eftir láglendi að stíflu einni klakabrynjaðri og yfir Langavatn í Torfhvalastaði þar sem kofi Borghreppinga er og gist þar. Á sunnudeginum var farið sem leið lá yfir í Svignaskarð. Sjá ferðasögu á http://www.bjsvbrak.is/ og hjá Súper Maríu. Þetta var dásamleg ferð með blíðskaparveðri þótt kalt væri.
Aðra helgina skellti ég mér á Þorrablót í Þingborg með Hrafnhildi, Ragnari og Atla. Við gistum heima hjá Hrafnhildi á Litla-Ármóti. Það var nú aldeilis gleði og gaman þar sem étinn var harðsvíraður hákarl og fleira gómsæti, fylgst með gríni afar vel gerðu af sveitungunum og tjúttað frá sér allt vit. Þegar heim var komið var ekki farið að sofa heldur stuttu seinna í fjósið sem var hreint út sagt dásamlegt. Þar fékk gamla sveitastelpan að mjólka, gefa kálfunum og þám kenna einum litlum að drekka úr fötu. Hefði ekki viljað missa af þessu fyrir fimmaur, alveg til að bjarga árinu. Svo hafa orðið þau sögulegu tímamót í hestamennskunni að ég er komin á annan taminn hest. Hann Þokki minn þessi elska tók uppá ýmsum dintum núna eftir áramót svona eins og að rjúka úti og inni á ólíklegustu tímum. Þetta var ekki sérlega vinsælt af samnemendum mínum. Þrátt fyrir að vera búin að ná jákvæðum tökum á honum að þá var ekki skynsamlegt að hafa hann áfram í tímunum þar sem ekki var alveg hægt að treysta honum til að hegða sér á hestsæmandi hátt. Svo í morgun áttum við saman síðustu stundirnar við að draga undan og rölta út í girðingu þar sem klárinn var sérdeilis glaður og hress með að sleppa út eftir laaaanga inniveru. Í gær vorum við að fara á bak tamningatryppunum í fyrsta skipti og hún Lydía litla sem ég er að temja var ekki alveg sátt við hnakkinn og hvað þá litla barnið sem var að labba í reiðhöllinni sem hræddi úr henni líftóruna. Svo fór ég á bak henni sem var allt í lagi fyrst en þegar fyrstu skrefin voru tekin að þá kom nú aldeilis fjör í kellu og hún hoppaði og skoppaði nokkrum sinnum en sem betur fór var kennarinn til staðar og passaði uppá að allt færi vel að lokum. Þetta fannst mér nú frekar fyndið að endilega þurfti merin hjá mér að láta svona þegar allir hinir voru ofboðslega þægir. Fékk smá flashback frá henni Kleópötru prinsessu:) En viti menn, í dag þegar ég fór á hana þá var hún ljúf eins og lítið lamb, þvílík og endalaus hamingja og gleði:o)
Um helgina fór ég með skólafélögum mínum norður í Húnavatnssýslu til þess að athuga hross til láns. Nánar tiltekið með honum Magnúsi frá Stóru-Ásgeirsá og Kristínu frá Vestmannaeyjum. Heima hjá Magga fékk ég að prófa 2 kostamerar og sjá mikla gæðinga og hitta fyrir mikil góðmenni. Núna er komin í stað Þokka gemlings ein brún meri sem heitir Ósk. Þess má geta að Lydía er líka brún. Þetta er ár hinna brúnu hrossa!!! Annars er mjög mikið að gera í skólanum þessa dagana og því ekki mikið bloggað en það mun gerast einhvern tímann...
Svo koma hér nokkrar myndir úr norðurferðinni.
Hér erum við Maggi, flotti hjálmurinn er frá Elíasi pabba hans