Sannleikur hversdagsins

laugardagur, júní 30, 2007

Baráttufundur í Flóanum 28.. júní 2007

Sól í Flóanum, áhugahópur um verndun Þjórsár heldur baráttufund við Urriðafoss á sunnudaginn 1. júlí kl. 15:00. Náttúruunnendur, áhugafólk um verndun fossins og Flóamenn allir eru hvattir til að mæta og sýna þannig hug sinn. Fólki er bent á að sameinast í bíla eins og kostur er, nota bílastæði fjær fossinum, koma gangandi, á reiðhjóli eða ríðandi eða gera annað það sem kemur í veg fyrir bílastæðavandamál.Dagskráin verður stutt og hnitmiðuð, nærveran við fossinn verður aðalatriðið. Sól í Flóanum.

Þeim sem vilja sjá Þjórsá allt upp í Þjórsárdal er bent á að opinn sumarbústaður verður í Hagalandi um helgina hjá Guðbjörgu Friðriks og Sigurði L. Einarssyni. Þau bjóða kaffi og náttúruskoðun frá hádegi. Upplögð byrjun á góðum baráttudegi við Þjórsá.

Náttúruverndarsamtök Íslands, Reykjavíkurakademían, Hringbraut 121, 107 Reykjavík - S: 551 2279 Netfang: nsi@mmedia.iswww.natturuverndarsamtok.is
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?