Sannleikur hversdagsins

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Ripley´s belive it or not kynnir...

...annað blogg Hal Animal með örskömmu millibili. Hvers eiga dyggir og þrjóskir lesendur eiginlega að gjalda, þetta hlýtur að leiða til augnskaða á einn eða annan hátt. Allavegana þá eru að byrja próf eða öllu heldur ER að byrja próf því ég er bara að fara í eitt núna á þessarri vertíð. Þá er nú alveg tilvalið að taka íbúðina í gegn og þvo og skeina allt sem hægt er að þvo og skeina já og auðvitað gera allt annað sem telst til lífsnauðsynlegra hluta eins og að fylla frystinn af grænmetisbuffum og öðru ljúffengu. Já, kæru vinir nú er kominn tími tilraunadýranna svo þið sem hafið skráð ykkur sem tilraunadýr (reyndar bara einn enn sem komið er...takk Jolli:)) getið farið að búast við matarboðskorti.
Síðasta helgi var alveg dásamleg og vel þess virði að skrifa um hér. Hún gekk einhvern veginn upp í alla staði, ég náði að klára allt sem ég ætlaði að klára, hitti fullt af dásamlegu fólki, ég gleymdi heldur ekki að taka með tannbursta, nærbuxur, sokka og hárbursta sem yfirleitt gerist þegar ég skrepp milli landshluta only in Ripley's belive it or not.
Helgin byrjaði á allskyns stússi á föstudeginum og laugardeginum m.a. kíkja á Veiðimálastofnun í Rvk vegna BS verkefnisins og prjóna já prjóna takk fyrir gjöf handa Völu krútt vinkonu minni. Laugardagseftirmiðdaginn fórum við Gerður í útskriftarveislu til Völu því hún var að útskrifast sem master í lögfræði, vá hún er algjör hetja stelpan. Veislan var auðvitað rosaflott og skemmtileg enda ekki við öðru að búast. Svo brunaði ég aftur á Selfoss (þar sem ég hafði bækistöð um helgina) þar sem Inga, David, Kata, Halli og Breki vinir mínir úr Bjsv. Ársæli biðu eftir að komast í Brugghúsið í Ölvisholti. Þau voru ægilega hrifin af Skjálfta bjórnum hans Nonna bró enda er hann rosagóður og ég segi þetta ekki bara af því að hann er bróðir minn sko...:) Káti og Breka þótti ekki leiðinlegt að fá að leika heldur.
Þau fengu svo að gista heima hjá mömmu enda konan á Kanarí og "ég mátti bjóða öllum skólanum að gista", mamma er best í heimi!:) Svo komu Ruth, Auðunn og Týra í heimsókn í morgunverðarhlaðborð. Breka fannst Týra voða spennandi en full stór og þung enda hrinti hún honum bara í leikjum. Pínu skondið. Eftir hádegið fórum við á rúntinn uppí Oddgeirshóla þar sem tilgangurinn var að kynna Breka tilvonandi björgunarhund fyrir furðuskepnum eins og kindum, kúm og hestum. Honum leist nú ekkert á þessi kvikindi og ekki bætti úr skák að ein kindin stangaði hann. En hundarnir voru mjög skemmtilegir fannst honum. Svo var okkur mannfólkinu boðið í rosalegt kaffihlaðborð með vöfflum með rjóma og allskyns fíneríi, ohhh það er svo gott að koma svona á alvöru sveitaheimili. Borgarbörnin voru alveg gáttuð á þessu. Svona er þetta bara í sveitinni, totally lovely! Frá Oddgeirshólum var haldið aftur í Ölvisholt, og Flóaáveitan merkilega skoðuð og þar sáum við risatorfu af löxum sem var bara gaman, skoðuðum jarðskjálftasprungu frá 2000, Urriðafoss í klakaböndum og að lokum heimsóttum við Bobby Fisher. David kærastinn hennar Ingu er frá Slóvakíu og fékk að velja aðeins hvað við gerðum en aðalatriðin voru að sjá hesta og hitta Bobby Fisher. Bobby kallinn sagði nú ekki margt en hann liggur á voða fínum stað í Laugardælakirkjugarði. Um kvöldið komu svo Jónína, Steinn, Kristrún, Gulli og Palli í mat og drógu mig að landi með afgangana af morgunverðarhlaðborðinu og þau auðvitað urðu að horfa á næstsíðasta þátt Forbrydelsen sem eru algjörir snilldarþættir. Þeim fannst það meira að segja spennandi líka þó að þau hefðu ekki séð neinn áður hehehe. Þetta var alveg frábær helgi og er hér með þeim sem tóku þátt í að gera hana svona frábæra færðar bestu þakkir fyrir (ohh væmið:)).

Annars er búið að gerast soldið nýtt í vikunni. Mín járnaði heilan hest í gær og er pínu ánægð með árangurinn, fékk reyndar smá faglega aðstoð hjá honum Magnúsi Ásgeiri krúttpjakki. Skrítið hvernig maður getur bara ákveðið að maður geti ekki gert eitthvað og svo bara alltí einu getur maður það:) Endlaus gleði og hamingja:) Í dag fékk ég svo að prófa að fara á bak ungum graðhesti (á fjórða vetri). Það var líka mjög gaman og var lagt beint inní reynslubankann.

Díses hvað ég blaðra mikið en allavegana þá held ég að það sé Ristilorkunni að kenna. Það er ótrúlega margt að komast í verk þessa dagana og ég mæli með Ristiltvennu og breyttu matarræði (með smá sukki inná milli:)). Allavegana þá líður mér mjög vel og er búin að missa 2 kíló á tveimur vikum þrátt fyrir að vera að éta eins og belja í fóðurkáli fyrir þá sem skilja svoleiðis myndmál...
Jæja nú er ég hætt og farin að læra. Megi allar góðar vættir fylgja ykkur!
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?