Sannleikur hversdagsins

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Ótrúlegt en satt...

...þá fann ég hérna gamla bloggsíðu sem mér skylst að sé frá mér sjálfri? Kannast einhver við að hafa lent í þessu? Þetta er svona einsog eitthvað dessjavúú sko... alveg hreint magnað.

Í dag er stór dagur því að í dag byrjaði ég á ristilkúr já elskurnar svona einskonar afturendapípuhreinsun. Á morgun er ég að fara til Póllands með Jónínu Ben. sem ætlar að halda í hendina á mér meðan við prófum stólpípuna saman og svo verða bara allar pípur skolaðar með brennisteini svona eins og aðrar heitavatnspípur (hotpipes) bwahahaha okey kannski smá ýkjur með að blanda Jón.Ben. inní þetta. Allavegana er ég mjög spennt fyrir þessu öllu saman. Sko ég nebbilega fór til hómópata í Borgarnesi sem taldi að ég væri uppfull af sveppagróðri sem útskýrði ýmsa líðan og einkenni hjá mér og nú ætla ég að hreinsa út ógeðið og er byrjuð á litlum hvítum pillum frá hómópatanum, ristiltvennu, oregano olíu, grapeseed oil, gingko biloba og allskyns skemmtilegum jurtum. Einhvern tímann þá fór ég til kínversks læknis í London sem var sko alvöru alvöru og ég fékk næstum því fullan ruslapoka af allskyns pínulitlum jurtapillum og átti að taka að mig minnir um 70 slíkar á dag. Þá fékk ég hausverk, magaverk og allskyns önnur einkenni og hætti að taka þetta. Samkvæmt hómópatanum þá er þetta víst það sem gerist þegar líkaminn er að virka og hreinsa sig að maður getur orðið hálfveikur og verkjaður í einhverja daga. Þannig að nú er tilraun númer tvö. Reyndar þýðir lítið að bjóða mér í mat og þannig næsta mánuðinn því ég má ekki alveg borða hvað sem er... en kannski býð ég einhverjum í mat hehehe sko í ógeðsmat, grænmeti, pillur og oregano olíu og þannig.....
Vá lengsta færsla í mörg ár! Kveðja, Hal
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?