Sannleikur hversdagsins

þriðjudagur, mars 11, 2008

Áríðandi tilkynning...

...síminn minn er sem sagt fundinn, hann varð úti í innkeyrslunni hjá mömmu en hann lifði af við vegna góðrar hjúkrunar fjölskyldunnar Rauðholt og það er farið að heyrast í honum eftir að hringing var sett á aftur. Endalaus gleði og hamingja:o)

Síðastliðinn fimmtudag kom menntamálaráðherra í heimsókn til LBHÍ eftir að hafa frestað heimsókn sinni alveg nokkrum sinnum sem tók út fullt af aukaæfingum og veseni. Kvöldinu áður eyddum við Heiða rúmum 2 klst í að þvo hestana fyrir ca. 10 mínútna sjóv í reiðhöllinni á Mið-Fossum fyrir fólkið. Sjóvið okkar sem erum í tilraunanáminu gekk bara þokkalega vel. Svo í lokin voru 3 hestar sem skeiðuðu út og ég vissi að ég væri á rosaskeiðhesti en kann ekkert að skeiðleggja og ákvað að láta á það reyna. Hesturinn Viðar sem er frá Reyni Aðalsteins. steinlá skeiðið út en svo var ég sennilega eitthvað sein að hægja á honum því hann alveg STEINlá, sem sagt datt í drullunni fyrir utan og ég flaug af í "fallegum boga" hehe og lenti nottlega með júdólendingu... Var sko bara að æfa fyrir námsskeiðið um helgina tíhí. Við Viðar allavegana slösuðumst ekki:o) Vonandi var bara menntamálaráðherra farin þegar þetta gerðist:) Frekar spaugilegt:)

Svo var Öryggisnámsskeið haldið við Landbúnaðarháskóla Íslands á laugardeginum. Þar áttum við þrjú að sýna hvernig ætti ekki að detta af baki og svo var Bjarni Friðriksson og félagi hans að sýna okkur hvernig við ættum að detta eins og gert er í júdói. Þetta var allt soldið fyndið og Gísli Einarsson skellti sér líka í júdóæfingarnar og lét sig svo sjálfur detta eftir á á dýnuna. Þetta námsskeið var mjög sniðugt, reyndar veit ég ekki hvað var gert fyrir hádegi en eftir hádegi var líka Reynir Aðalsteins með fyrirlestur og sýnikennslu, Bebba og Sigtryggur voru með fyrirlestur um skyndihjálp, Elsa ein kom með meri sem þarf sérstaka aðgætni og svo sýndum við prógrammið okkar. Frá námsskeiðinu má sjá í íþróttafréttum Sjónvarpsins.

Eftir námsskeiðið var Gerður krúttulína Selfyssingur komin með rútu og með aðstoð ofursæta einkabílstjóranum og "barnapíunni" henni Siggu systir og við brunuðum norður í Eyjafjörð til hennar Svönu og frábæru fjölskyldunni hennar á Finnastöðum. Með henni fórum við á djammið á Vélsmiðjunni þar sem við hittum fyrir fólkið sem hafði verið á Telemarkfestivalinu. Þarna var tjúttað frá sér allt vit alveg til 3 og þá fórum við heim í sæluna á Finnastöðum. Daginn eftir fórum við í Skíðaþjónustuna þar sem við ílengdumst. Mæli sko með búllunni! Líka frábær kall sem var að afgreiða okkur:) Við Gerður fengum okkur notuð gönguskíði sem voru hræódýr. Svo fórum við í fjallið sem var baaaaara gaman og gott færi.

Gerður fór svo með Elsu og Tomma heim en ég fór í Skagafjörðinn til að kíkja á hross og fékk að gista í sveitasælunni hjá dásamlegu fjölskyldunni í Enni. Hm já tja sko það er þokkalega verið að fara að bæta í stóðið:) Þýðir ekkert að hafa allt saman brúnt tíhí. Er búin að festa eina yndislega ótamda meri sem heitir Milla og er ljósmóálótt og einn lítinn folaldsstubb sem er bara sætur og skrautlegur á litinn. Þegar ég vaknaði um morguninn í Enni og leit út um gluggann þá varð ég eiginlega bara hrærð yfir þessu hrikalega fallega útsýni. Þetta var alveg eins og málverk:)

Æðisleg helgi en nú þarf maður víst að fara að setja í fimmta gír í lokaverkefninu... Úff púff:) En það er líka skemmtilegt reyndar:)

Svona er líf mitt í grunnatriðum í dag:
Hestar fiskar björgunarsveit fólk prjónar hestar fiskar björgunarsveit fólk prjónar hestar fiskar björgunarsveit fólk prjónar hestar fiskar björgunarsveit fólk prjónar hestar fiskar björgunarsveit fólk

Já og það eru komnar nýjar myndir inná myndasíðuna mína:o)

Kisskiss
Hal






|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?