Sannleikur hversdagsins

miðvikudagur, mars 10, 2004

Dropameðiferð

Dagurinn í dag byrjaði fínt. Eftir að hafa tekið 15mín í það að skilja að í huganum heimasímahringinguna, símapípið úr stóra geimstöðvarsímanum mínum og vælið í vekjaraklukkunni þá áttaði ég mig á að nú væri víst kominn tími til að vakna... Ég á alltaf jafnerfitt með að átta mig á þessu á morgnana þótt að ég hafi lifað í yfir 9300 daga og eftir meira en 9300 daga þá hef ég ekki enn lært að fara snemma að sofa og heldur ekki að vakna á réttum tíma. Ég er að spá í að æfa mig í 10000 daga í viðbót og sjá hvort ég fari ekki að sjá einhvern mun.
Að minnsta kosti fór ég í helförina miklu í Hreyfingu klukkan korter í sjö þar sem aldeilis var tekið á í spinning og fleiru. Var reyndar með smá harðsperrur eftir klifur í gær þannig að ég ákvað að vera bara nokkuð næs við sjálfa mig og vera ekki eins lengi og vanalega. Fór heim og lagði mig og svaf örlítið yfir mig eftir að hafa fengið frekar SCARY draum sem endaði á því að ég var lamin í hausinn af brjáluðum manni með vodkaflösku sem splundraðist (vodkaflaskan sko). Einhver góður að ráða drauma???
Svo fór ég í photoshop, í mínum ástkæra Iðnskóla, sem ég hélt að ég væri farin að skilja smá í. En komst að raun um annað. Auðvitað er ég soldið puttaóð og tókst einhvern veginn að eyða 2/3 af verkefninu sem ég var að vera búin með, með því að ýta á einhvern andsk. takka. Ég þurfti svo að gera allt upp á nýtt og að sjálfsögðu var það ekki nóg því ég eyddi óvart öllum breytingum í lok tímans í fljótfærni. Í stað þess að láta svona heimska tölvu eyðileggja daginn fyrir mér (þetta var auðvitað allt tölvunni að kenna) þá dró ég djúpt að mér andann, slökkti á kvikindinu og labbaði út í óveðrið... ahhh.

Ef einhver hefur áhuga þá er ég að byrja með nýja dropameðiferð í heimahúsi. Það lekur nefnilega svo skemmtilega úr loftinu hjá mér, mjög taktfast sko sérstaklega þegar rignir mikið. Held að úr þessu gæti orðið ágætismeðferð þar sem fólk myndi bara leggjast á gólfið þar sem fatan er núna og látið dropa á þá staði sem þyrftu meðferðar við. En eins og allir vita þá getur sko dropinn holað steininn. Hmm kannski væri hægt að framkvæma lýtaaðgerðismeðferð líka. En svo er þetta akkúrat þar sem ljósið er þannig að ef það fer að síleka þá væri örugglega hægt að bæta smá rafnuddi inn í meðferðina. How about that??? Jæja nú er ég farin að sofa í hausinn á mér.

Setning dagsins (sagt af góðri konu um mann sem er með mjög mikið hár út í loftið): "Hann er nú kannski ekki mjög sjarmerandi sem karlmaður, en hann yrði örugglega mjög sjarmerandi KAKTUS".
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?