Sannleikur hversdagsins

föstudagur, apríl 16, 2004

Of mikið kaffi á kvöldin er ekki gott fyrir svefninn...

Jæja, aldeilis fréttir sem ég held að allir séu reyndar búnir að heyra. Amk var ég á leiðinni á djammið á sun með Fríðu, Beggu og Sigrúnu og fékk að líta á netið hjá Sigrúnu. Sá þar ókennilegan reikning mjög sem hljóðaði upp á 32 þúsund. Ja hérna þá var þetta fyrir skólagjöldunum í Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Já, það bergmálaði rétt í fjöllunum, ég fékk pláss á háskólabekk til þess að nema umhverfisskipulagsfræði. Þetta er sem sagt þriggja ára nám til BS gráðu og maður getur bætt við sig tveimur árum erlendis til MS í landslagsarkitektúr. Ég bjóst alls ekki við þessum fréttum þar sem umsóknarfrestur rennur út 10.júní en ég hringdi uppeftir og fékk þetta staðfest. Jibbí... Ég ætla að verða háskólanörd ekki bara vera í framhaldsskóla að eilífu... En annars er hönnunarnámið í Iðnskólanum mjög skemmtilegt og ég gæti alveg huxað mér að vera þar lengur. Sérstaklega þegar maður er löngu orðinn stúdent og getur dissað leiðinlegu áfangana eins og sögu og bara tekið þá skemmtilegu. Til dæmis eins og bókbandi þar sem maður málar, mælir, klippir, límir, bindur, brýtur og krumpar og út koma þessar stórskemmtilegu bækur. Það er tildæmis hægt að gera heila bók og það nokkuð ágæta bara með því að brjóta saman pappír, eins er hægt að nota grillpinna og ljósritunarblöð í flottar bækur. Af hverju lærir maður ekki svona í barnaskóla?

En að skemmtilegra tali. Á meðan ég beið eftir vinkonu minni sem var hjá lækni í dag og blaðaði í blaði í baði (ekki í baði en þetta hljómaði vel) þá rakst ég á merkilega grein um herramenn. Þar var fjallað um rannsókn sem gerð hafði verið í Bretlandi um herramennsku og karlrembu. Niðurstöður þessarar rannsóknar gáfu það skýrt til kynna að gentlemen sem opna dyr fyrir konur og hjálpa þeim að bera innkaupapoka og svoleiðis eru oft mestu karlremburnar. Þeim finnst flestum innst inni að konur séu aumar og geti ekki gert neitt af sjálfsdáðum, þurfi virkilega hjálp frá karlmönnum til þess að halda lífi á þessarri plánetu, eigi að halda sig heima við húsverkin og eigi ekki að fá að stjórna einu eða neinu. Þetta er nú vonandi ekki raunin um alla gentlemen en athyglisverðar niðurstöður engu að síður.

Hugleiðing dagsins: Ætli það sé kominn tími til að fara að gera við bílinn sinn þegar: framhurðirnar opnast ekki að innan, opna verður glugga til þess að opna bílstjórahurð, ein afturhurð ekki að utan, glugginn bílstjóramegin lokast ekki alveg nema með hjálp, bensínlokið opnast bara með skrúfjárni, maður getur bara opnað bílstjórahurðina með lykli með vinstri hendi, bremsurnar ískra smá einstaka sinnum, ískrar í viftureiminni, skottið opnast bara stundum, það eru ekki belti í aftursætum??? Nei bara smá pæling af því af því að fólk er farið að gera meira af því að hlægja að Ölla mínum ekki bara með honum lengur..... Ölli stendur sig bara prýðilega get ég sagt ykkur....
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?