Sannleikur hversdagsins

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Og nú verða sagðar fréttir...

Tölvan mín er andsetin og því hef ég ekki komist á netið undanfarið til þess að skrifa blogg. Heldigvis er einn góður maður búinn að lofa að líta á skrípið og redda þessu. Sit núna uppi í skóla og er hérna að sjálfsögðu til þess að læra. Hmmm og ýmislegt annað eins og að panta flugmiða, skrifa e-mail, prenta út bíómiðatilboð, lesa blogg hjá öðrum og allt þetta bráðnauðsynlega í lífinu. Er sem sagt búin að panta flugmiða til Swiss þann 25.júní og tilbaka 5.júlí... íha nú er loksins eitthvað farið að gerast skemmtilegt. Langar hrikalega til þess að reyna við Mont Blanc áður en ég fer í giftingaveislu hjá frænku minni 3.júlí. En á eftir að athuga þetta mál aðeins betur. Er samt hætt að drekka í bili (ekki eins og það hafi verið mikið áður en samt...)og að reyna að labba frekar á fell/fjöll en að mæta í ræktina. Fór á Helgafell og Ingólfsfjall um helgina. Ekki til frásagna færandi nema hvað við lentum á þingi á Helgafelli þeas hrafnaþingi en þar voru um 30 gljásvartir hrafnar í loftfimleikaæfingum sem var nokkuð flott. Hrafnar eru flottir fuglar, væri til í að eiga einn sem gæludýr en þeir geta víst verið hræðilega óþekkir...hihi. Á Ingólfsfjalli var rosalega gott GLUGGAveður með roki, enda kíkti ég reglulega út um gluggann á lambúshettunni minni til þess að dáðst að útsýninu...

Fór að sjá The passion of the Christ á laugardagskvöld, verð nú að viðurkenna eftir að hafa heyrt þónokkra tala um hana að þá bjóst ég við meira blóðbaði. Þetta var auðvitað meira blóðbað heldur en gamla páskamyndin sem sýnd var (og kannski er enn) á páskadag. Ágætis mynd en ég er nú svo sem ekkert svo rosalega trúuð á biblíuna að hún hafi haft mikil trúarleg áhrif. Ætla ekki að fara að játa á mig glæpi eins og dúddinn í Ameríkunni og dúddinn í Noreginum gerðu eftir að hafa séð myndina. Hlakka hins vegar meira til að sjá myndina Touching the void sem frumsýnd verður í vikunni.

Barn á dag kemur skapinu í lag, í gærmorgun fékk ég tilkynningu þess efnis að Lóa og Gulli Hvergerðingar hefðu eignast dreng og í dag að Sigrún og Ingi í björgó hefði eignast stúlku. Eru þetta miklar gleðifréttir að svona gott fólk skuli vera að fjölga mannkyninu :o)

Ölli er kannski búinn að fá líffæragjafa. Það er verið að bjóða mér til kaups annan eins kagga sem að vísu er aðeins farinn að láta á sjá. Við Ölli förum að kíkja á hann á föstudaginn til að athuga hvort líffærin séu í lagi. Aðallega hurðir og bremsubúnaður og slíkt sem stundum er sagt nauðsynlegt.

Over 'n out...
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?