Sannleikur hversdagsins

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Páskafrííííííííííí

Fór á fyrirlestur í gær sem var nokkuð athyglisverður um fíkniefni á vegum björgó. Lærði margt s.s. hvaðan kannabisfræ er hægt að fá (páfagaukafræi), hvernig á að rækta og framleiða. Hvernig amfetamínfíklar haga sér og síðast en ekki síst fróðleiksmolinn um það að ef maður pantar 1000 e-töflur frá Hollandi að þá getur maður fengið sitt eigið lógó á töflurnar í kaupbæti... Ég er einmitt að hanna lógó í skólanum...
Þessa vikuna er ég búin að vera á fullu í hvalaskoðun sem er búið að vera ágætt og bara helvíti mikið af hval. Alltaf gott að komast út á sjó. Það er náttúrulega búið að vera nokkuð um sjóveiki. Eins og einn portúgalskur fjölskyldufaðir sem varð svo veikur að hann lá alla ferðina uppi á dekki og bara veifaði hendinni til lífsmarks.
Á morgun er ég svo að fara austur í Skaftafell og hyggst ganga á landsins hæsta punkt á föstudag. Og ef ég skyldi ekki snúa tilbaka að þá var gaman að kynnast ykkur:) Nefnilega nýbúin að lesa: Á fjalli lífs og dauða og það er á ekkert að stóla í þessum hlutum....:o)


GLEÐILEGA PÁSKA!!!!
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?