Sannleikur hversdagsins

sunnudagur, apríl 25, 2004

Vúbbí

Vá gott að vera komin með tölvu aftur. Steini stuðbolti tók að sér að flengja skrípið úr tölvunni, held samt að halinn sé reyndar ennþá eftir en ég kemst þó á netið án þess að vera hent út strax.

Síðasta vika var nokkuð skemmtileg.
Hún byrjaði á óvenjumörgum austurísveitferðum nánar tiltekið tveimur, hitti ástkæra ættingja sem leyfðu mér að komast í samband við tæknina þar sem tæknikerfið lá niðri hjá mér. Hitti möogpab sem voru nýkomin frá Noregi, alltaf gaman að sjá þau. Fór í nokkrar skemmtilegar heimsóknir enda kominn tími til, hef gert alltof lítið af því undanfarið.

Á miðvikudeginum fór ég svo ásamt Kristó á slöngubát á eftir Ásgrími S. Björnssyni stóra björgunarbátnum sem innihélt nýliðahópinn og við fórum að gera ýmsar æfingar með þeim myndir.
Á fimmtudeginum var arkað á Esjuna í blíðskaparveðri ásamt Steina, Ingu, Sylvíu og Dísu myndir
Á föstudeginum var brunað austur að Sólheimajökli ásamt Frey sen., Evu og Trygga jr. og farið var í létt ísklifur og æfingar. Sigum þar niður í jöklaniðurfall og klifruðum þar uppúr. Fórum svo enn neðar þar sem var risahellir með einskonar lóni í botninum. Þar voru mixuð myndavélasylla úr ísöxum til að hægt væri að taka hópmynd. Á leiðinni tilbaka hittum við ferðamann sem hafði álpast á jökulinn á gönguskóm einum saman. Hann var vita húmorslaus og fannst ekki fyndið þegar við sögðumst vera björgunarsveit komin að bjarga honum. Brunuðum svo í bæinn. Ölli fékk að hitta líffæragjafann sinn og leist bara nokkuð vel á. Nú á bara eftir að finna nafn á hann, Anna reyndar kom með mjög góða uppástungu: Njalli...

Í gær var svo samæfing sjúkrahópa sem var haldin í Viðey og þurfti báta til þess að flytja fólk út í eynna. Veðrið var ekki sérlega slöngubátavænt og það pusaði helv. mikið yfir bátinn en það var ekkert smá gaman. Pushlífar eru ótrúlega sniðug uppfinning. Það endaði sem sagt með því að Ásgrímur S. flutti allt fólkið en við á slöngubátunum fengum nokkuð góða siglingaæfingu í staðinn. Við fórum sem sagt aftur með bátana í Gaujabúð. Svo fórum við Steini, Silla og Gaui út með Ásgrími því það átti að grilla í Viðey. Þegar við fórum út var bara verið að ná í liðið og grillið var búið (reyndar hluti af því lentur í sjónum af óskiljanlegum ástæðum og þurfti að kafa eftir) og við fengum ekkert að éta... ekkert smá svekkjandi.... Svo um kvöldið var hist á Nellys. Ég var auðvitað ótrúlega stillt að vanda og stóðst öll gylliboð um áfengi. Fór bara snemma (morguns) heim og er búin að vera ótrúlega dugleg að taka til og læra ótrúlega mikið (bráðum:)).

Allt gott að frétta af Hummer og Kjarval. Nýjasta nýtt hjá Hummer er að éta ættingja sína. Þ.e.a.s. rækjur sem er nýji uppáhaldsmaturinn hans. Kjarval er samt búinn að stækka mikið undanfarið, kannski af því að þeir eru að fá of mikið að borða... Annars var Gugga að segja mér af manni sem átti 4 humra en endaði á því að eiga bara einn þar sem hann drap hina. En það er víst ekki hægt að hafa fleiri saman. Humar og snigill er bara málið!!! Alveg frábærir pallar saman (pals)...

Nóg í bili......
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?