Sannleikur hversdagsins

þriðjudagur, maí 18, 2004

Er búin...

...að fá niðurstöður úr Iðnskólanum. Miðað við að ég hætti tvistar á önninni, hætti tvisvar við að hætta við og fékk 1 í mætingareinkunn að þá finnst mér 2 níur, 2 áttur og 1 sexa = 16 ein bara ótrúlegur árangur mi god. I´m a happy horse today. Og þar sem sexan var í autocad (kannski munið eftir hryðjuverkinu sem ég varð völd að?) og miðað við að ég missti niður 40 mín vinnu eftir hryðjuverkið þá segi ég ekki annað en ... hallelúja:)

Nördaskapur helgarinnar...:
...var sá að ég fékk far með Steina vélstjóra í vinnuna eftir júrópartíið og heyrði alltaf eitthvað píp. Var sannfærð um að síminn hjá honum væri batt.laus og var að vona að hann myndi slökkva á sér en svo heyrðist pípið bara áfram og áfram niðri í eldhúsi þótt að það væri ekkert dót frá Steina vélstjóra þar. Pirrandi sunnudagsmorgunpípið hélt bara áfram allan túrinn þar til Steini fór að tala um að síminn minn hlyti að vera batt.laus. Ég hélt nú ekki þar sem síminn minn pípti ekki svona en kíkti ofan í töskuna mína og viti menn.... þar lá heimasíminn og pípti "no network"... Ekki spyrja hvernig...
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?