Sannleikur hversdagsins

föstudagur, maí 07, 2004

Orðvana

Héðan frá Fjarskanistan er allt gott að frétta. Mikill hiti og erfitt að vera á ströndinni of lengi af því að maður verður svo svakalega brúnn hérna.
Það gerðist óvænt að ung, efnileg kona kom og umturnaði herberginu mínu úr skipulagðri óreglulegri afstöðu milli hlutanna yfir í skipulagt kaos milli hlutanna. Mér var sem sagt tilkynnt það að CHANGING ROOMS væri mætt á svæðið, hent út úr herberginu mínu og þegar ég kom inn í það aftur (1oghálfri klst síðar) var allt orðið breytt og ég stóð algjörlega orðvana því ég hélt að ég væri búin að finna gullinsnið fyrir hlutina mína og herbergið. En það var bara ótrúlega hressandi að fá svona óvænta uppstokkun. Mæli með þessu!

Einkamözdubílaviðgerðarmaðurinn minn hann Gunnar snillingur tók bílana mína tvo í yfirferð þar sem hann er er líka snilldarskoðunarmaður. Komst hann að því að Njalli sem btw lítur betur út en Ölli er bara alls ekkert slæmur og eftir lítilsháttar viðgerðir ákvað ég að hann fengi að lifa en Örnólfur betur þekktur sem Ölli fer í svæfingu eftir 5 ára farsæla samferð. Núna ek ég sem sagt um á gylltu tryllitæki sem er með diskóljós í afturglugganum. Yeah baby...


|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?