Hvanneyringar
- Alda granni
- Lilja telemarkchick
- Súper-María
- Arna Dögg
- Helga Magg
- María Guðbjörg
- Stefán
- Guðrún og Valdi
- Eyjólfur Yngvi Kiwi
- Ranka í Kalmannstungu
- Hrafnhildur frá Litla-Ármóti
- Lilja og Vaggi
- Hildur Sigurgríms.
- Sigurborg Ósk
- Oddrún Ýr
- Ásrún Ýr
- Sigga Júlla
Skrítið og skemmtilegt fólk
- Inga Rúna
- Ýr Gísla
- Davíð bifrestingur
- Jana megabeib
- Elsa Gunn
- Steini stuðbolti
- Harpa Magg
- Dísa Ljósálfur
- Ranka pæja
- Ragga hundapæja
- Eyrún pæja
- Gína gella
- Eyrún sveitastelpa
- Elsa og Nonni
- Berglind
- Sigga og Hjalti
- Boggi í Ársæli
Bráðnauðsynlegar heimasíður
Fortíðin...
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- apríl 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- janúar 2007
- febrúar 2007
- apríl 2007
- júní 2007
- september 2007
- október 2007
- nóvember 2007
- febrúar 2008
- mars 2008
- apríl 2008
- október 2008
Sannleikur hversdagsins
sunnudagur, maí 02, 2004
Sannleikurinn um fullorðinsunglingabólur
Jæja þá er bloggið allt að skríða saman aftur... Fór að labba Selvog-Þorláksh. á föstudag með 16 manna eldhressum hópi. Það leit smá út fyrir að hann myndi hanga þurr því það var búið að birta mikið til. Ég bauð fólki plastpoka í bakpokana en þeim fannst það algjör óþarfi því það væri nú ekki rigning og það var að birta til, áttu eftir að sjá eftir því að hlusta ekki á leiðsögumanninn:)... Þegar við stigum út úr rútunni og vorum búin að ganga í hálftíma og svo rigndi bara meira og meira og meira og meira og þegar við loksins vorum komin til Þorlákshafnar eftir 4 tíma göngu var sem hellt væri úr baðkari. Sjaldan séð annað eins af rigningu en gott var að vera með vindinn í bakið. Þetta var tilvalin ferð til þess að kanna hvort fatnaðurinn héldi vatni... Svo var haldið á Rauða húsið á Eyrarbakka til að borða. Öðrum gestum fannst nú heldur kynlegt að sjá þarna hóp af blautu fólki og þaraf nokkrum á mislitum síðum ullarnærbrókum úti að borða á fös.kvöldi. Þetta var bara nokkuð sniðug ferð með fögrum klettum meitluðum af sjávargangi og mikið af allavegana hlutum sem við gengum fram á s.s. skipsflökum, skipstjóraskóm, dúkku og flöskuskeyti. Flöskuskeytið var greinilega skrifað af yngri en 10 ára og símanúmerið var sérlega einkennilegt, líklega af annarri plánetu, og eitthvað var textinn á þá leið: "þú átt ekki heima í þessu húsi, ég á heima í þessu húsi"... svo var skrifað eitthvað meira á ókennilegu tungumáli sennilega utan úr geimnum líka. Komst að því að sléttlendisganga er ekki góð fyrir hnésbæturnar... Er með harðsperrur þar.
By the way þá er Touching the void fantagóð mynd sem allir ættu að sjá. Ég hef verið að taka óvenjumikið eftir því hvernig ég anda eftir að hafa séð hana.. Finnst soldið glatað að fjallafólk hafi þvílíkt verið að bögga Simon fyrir að hafa skorið á reipið hjá félaga sínum. Hann var búinn að halda honum í langan tíma ískaldur og búinn að renna töluverðan spotta án þess að geta gert neitt til að bjarga Joe né sjálfum sér í þeirri stöðu sem hann var. Svona gerir fólk ekki að gamni sínu. En sitt sýnist hverjum. Mögnuð mynd!
Uppgötvun helgarinnar: Suðusúkkulaði frá Nóa Siríus er alveg eins á bragðið og fílakaramellur...
Sparnaðarráð helgarinnar: Að kaupa kíló af harðfisk er dýrt en ef spáð er í því að það jafnast á við vítamín og hollustu úr 10 kílóum af blautfiski þá erum við farin að spara aha...
Svekkelsi helgarinnar: Að komast ekki í fyrsta maígöngu til að mótmæla.
Af hverju koma fullorðinsunglingabólur?
Það var ein traust og vel að merkja fróð ung kona sem tilkynnti það að svona fullorðinsunglingabólur kæmu af mikilli kynhvöt. Ja hérna alltaf lærir maður eitthvað nýtt...
Jæja nú er ég farin að skúra í allra síðasta skipti í Hegningarhúsinu. Það verður með trega og söknuði að ég kveð skúringarkústinn og tuskuna sem hafa gengið með mér í gegnum súrt og sætt, heitt og kalt, svart og hvítt frá því í desember. Það verður að segjast eins og er að ég á eftir að sakna fangavarðanna líka sem eru skrítinn og skemmtilegur þjóðflokkur manna. Snöökkt!!!!! Hrósa þó happi að ég fæ að búa aðeins áfram með fyrrum fangaverði þá verða fráhvarfseinkennin vonandi ekki eins slæm.
|
Jæja þá er bloggið allt að skríða saman aftur... Fór að labba Selvog-Þorláksh. á föstudag með 16 manna eldhressum hópi. Það leit smá út fyrir að hann myndi hanga þurr því það var búið að birta mikið til. Ég bauð fólki plastpoka í bakpokana en þeim fannst það algjör óþarfi því það væri nú ekki rigning og það var að birta til, áttu eftir að sjá eftir því að hlusta ekki á leiðsögumanninn:)... Þegar við stigum út úr rútunni og vorum búin að ganga í hálftíma og svo rigndi bara meira og meira og meira og meira og þegar við loksins vorum komin til Þorlákshafnar eftir 4 tíma göngu var sem hellt væri úr baðkari. Sjaldan séð annað eins af rigningu en gott var að vera með vindinn í bakið. Þetta var tilvalin ferð til þess að kanna hvort fatnaðurinn héldi vatni... Svo var haldið á Rauða húsið á Eyrarbakka til að borða. Öðrum gestum fannst nú heldur kynlegt að sjá þarna hóp af blautu fólki og þaraf nokkrum á mislitum síðum ullarnærbrókum úti að borða á fös.kvöldi. Þetta var bara nokkuð sniðug ferð með fögrum klettum meitluðum af sjávargangi og mikið af allavegana hlutum sem við gengum fram á s.s. skipsflökum, skipstjóraskóm, dúkku og flöskuskeyti. Flöskuskeytið var greinilega skrifað af yngri en 10 ára og símanúmerið var sérlega einkennilegt, líklega af annarri plánetu, og eitthvað var textinn á þá leið: "þú átt ekki heima í þessu húsi, ég á heima í þessu húsi"... svo var skrifað eitthvað meira á ókennilegu tungumáli sennilega utan úr geimnum líka. Komst að því að sléttlendisganga er ekki góð fyrir hnésbæturnar... Er með harðsperrur þar.
By the way þá er Touching the void fantagóð mynd sem allir ættu að sjá. Ég hef verið að taka óvenjumikið eftir því hvernig ég anda eftir að hafa séð hana.. Finnst soldið glatað að fjallafólk hafi þvílíkt verið að bögga Simon fyrir að hafa skorið á reipið hjá félaga sínum. Hann var búinn að halda honum í langan tíma ískaldur og búinn að renna töluverðan spotta án þess að geta gert neitt til að bjarga Joe né sjálfum sér í þeirri stöðu sem hann var. Svona gerir fólk ekki að gamni sínu. En sitt sýnist hverjum. Mögnuð mynd!
Uppgötvun helgarinnar: Suðusúkkulaði frá Nóa Siríus er alveg eins á bragðið og fílakaramellur...
Sparnaðarráð helgarinnar: Að kaupa kíló af harðfisk er dýrt en ef spáð er í því að það jafnast á við vítamín og hollustu úr 10 kílóum af blautfiski þá erum við farin að spara aha...
Svekkelsi helgarinnar: Að komast ekki í fyrsta maígöngu til að mótmæla.
Af hverju koma fullorðinsunglingabólur?
Það var ein traust og vel að merkja fróð ung kona sem tilkynnti það að svona fullorðinsunglingabólur kæmu af mikilli kynhvöt. Ja hérna alltaf lærir maður eitthvað nýtt...
Jæja nú er ég farin að skúra í allra síðasta skipti í Hegningarhúsinu. Það verður með trega og söknuði að ég kveð skúringarkústinn og tuskuna sem hafa gengið með mér í gegnum súrt og sætt, heitt og kalt, svart og hvítt frá því í desember. Það verður að segjast eins og er að ég á eftir að sakna fangavarðanna líka sem eru skrítinn og skemmtilegur þjóðflokkur manna. Snöökkt!!!!! Hrósa þó happi að ég fæ að búa aðeins áfram með fyrrum fangaverði þá verða fráhvarfseinkennin vonandi ekki eins slæm.