Sannleikur hversdagsins

miðvikudagur, júní 09, 2004

...nú verða sagðar fréttir...

...samt ekki margar... Er búin að vera hrikalega upptekin undanfarið við vinnu og þrif þar sem konurnar mínar eru búnar að yfirgefa hreiðrið og nýjar á leið inn.
Var í síðustu viku með eldri Norður-Norðmenn í fjóra daga. Þvældumst um helstu staði í kring um Reykjavík, þar á meðal í Borgarfjörðinn. Var þar smá stressuð því norðmenn vita allt um Snorre Sturlason enda spilar hann "en viktig rolle i norsk historie". Við fengum að skreppa inn í gróðurhús hjá Bjarna frænda á Brautó sem vakti mikla lukku. Þau keyptu upp lúpínufræin í Eden þrátt fyrir að ég væri búin að segja þeim oft að þetta væri illgresi. Einn var alltaf að reyna að kenna mér samísku en það eina sem ég man er það að sjötíu sagt hratt á íslensku þýðir brjóst á samísku. Svo var einn sem var alltaf að segja mér sögur á einhverri ógurlegri mállýsku sem ég skildi bara eitt og eitt orð í, þá varð ég bara að reyna að fylgja svipnum á honum eftir til þess að vera viss um hvort ég ætti að hlægja eða gráta hverju sinni.

Sjómannahelgin kom með sína viðburði. Hvalaskoðunin á sjómannadaginn var ekkert smá flott. Um morguninn var lítill hrefnukálfur sem synti til okkar með trýnið uppúr og lék sér kringum bátinn. Svo var ég búin að segja fólki í seinni túrnum að það myndi örugglega ekki vera neitt spes eftir hádegi þar sem túrinn fyrir hádegi hefði verið svo góður. En viti menn það byrjaði hnúfubakur að slá bægslunum (sem eru geysilöng) í hafflötinn og gerði rosasplöss til að láta vita af sér. Þannig hélt hann áfram næstu 10 mín. Svo kom hann nokkrum sinnum með sporðinn upp, stökk tvisvar hátt upp í loftið og sneri sér í hring og að lokum fékk hann sér að borða með því að þenja út munnbelginn. Ekkert smá flott sjómannasunnudagssjóv. Í dag þurfti svo náttúrulega að vera lítið að gerast nema nokkrir hnísuræflar sem er skrítið af því að það er búið að vera mikið að sjást:/ Reyndar brjálæðislega mikið af lundum, enda er lundinn algengasti fugl í Reykjavík...
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?