Sannleikur hversdagsins

sunnudagur, júlí 25, 2004

Fréttatilkynning frá Hummer...
 
...Hummer hefur nú ákveðið að opinbera nýjustu fréttir um sín vandamál.  Hann er búinn að vera í verkfalli síðustu vikur sökum þess að hann hefur ekki fengið næga athygli frá fjölskyldunni, því hefur hann ekki viljað fá athygli fjölmiðla.  Nú hafa sem sagt verið gerðir nýjir samningar um að hann fái meiri athygli, meiri fiskamat og amk eina rækju í viku.  Kjarval lætur sér fátt um finnast og lætur lítið fara fyrir sér enda þögla týpan, hann er reyndar farinn að eldast og grána aðeins. 
Hummer er orðin mun athafnasamari en hann var í byrjun og er alveg hættur að fela sig undir steinum. Honum finnst ekkert skemmtilegra en jaðaríþróttir s.s. að grípa í litla járnspennu og láta hífa sig upp og dýfa sér í vatnið til skiptis, hann æfir oft upphýfingar til að fá stærri uppklóarvöðva á sama hlut, einnig finnst honum gaman að verða ringlaður en það verður hann þegar spennunni er snúið hratt í hringi, stundum horfir hann á spennuna þangað til hann verður rangeygður (ekkert smá fyndið) reynir með misgóðum aðferðum að borða hana. 
Honum finnst mjög gaman að fara í svifflug þegar tækifæri gefst þ.e.a.s. þegar tréð í búrinu hans liggur þannig að hann geti klifrað uppúr og svifið niður á gólf, frekar harkalega.  Þegar hann verður ennþá stærri ætlar hann að verða fallhlífarstökkvari og landkönnuður (hann er reyndar orðinn um 12cm alls).  Hann varð mjög svekktur þegar hann var ekki tekinn með á Mont Blanc enda var hann fúll og önugur við sambýliskonurnar þangað til "mamma hans" kom heim aftur.  Önnur áhugamál hans eru þau að láta blása á fálmarana,  og að borða velútilátinn fiskamat sem flýtur og hann þarf að borða á hvolfi. 

Anywho, þá er ég að fara í hringferð og kem ekki heim aftur fyrr en 3.ágúst og það þýðir ekki að reyna að fá mig til að gera eitthvað um Versló.  Það verður heldur ekkert ammilispartí þar sem ég verð á Akureyri...:(  Hasta la vista!!! :)

 

|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?