Hvanneyringar
- Alda granni
- Lilja telemarkchick
- Súper-María
- Arna Dögg
- Helga Magg
- María Guðbjörg
- Stefán
- Guðrún og Valdi
- Eyjólfur Yngvi Kiwi
- Ranka í Kalmannstungu
- Hrafnhildur frá Litla-Ármóti
- Lilja og Vaggi
- Hildur Sigurgríms.
- Sigurborg Ósk
- Oddrún Ýr
- Ásrún Ýr
- Sigga Júlla
Skrítið og skemmtilegt fólk
- Inga Rúna
- Ýr Gísla
- Davíð bifrestingur
- Jana megabeib
- Elsa Gunn
- Steini stuðbolti
- Harpa Magg
- Dísa Ljósálfur
- Ranka pæja
- Ragga hundapæja
- Eyrún pæja
- Gína gella
- Eyrún sveitastelpa
- Elsa og Nonni
- Berglind
- Sigga og Hjalti
- Boggi í Ársæli
Bráðnauðsynlegar heimasíður
Fortíðin...
- mars 2004
- apríl 2004
- maí 2004
- júní 2004
- júlí 2004
- september 2004
- október 2004
- nóvember 2004
- desember 2004
- janúar 2005
- febrúar 2005
- apríl 2005
- júlí 2005
- ágúst 2005
- janúar 2006
- febrúar 2006
- mars 2006
- apríl 2006
- maí 2006
- júní 2006
- september 2006
- október 2006
- nóvember 2006
- desember 2006
- janúar 2007
- febrúar 2007
- apríl 2007
- júní 2007
- september 2007
- október 2007
- nóvember 2007
- febrúar 2008
- mars 2008
- apríl 2008
- október 2008
Sannleikur hversdagsins
miðvikudagur, september 22, 2004
Hummer er þokkalega...
...búinn að losa sig við eggin og nú verður spennandi að sjá hvort litlir hummerar og hummerur fari að kíkja uppúr sandinum. Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að þrífa búrið hjá þeim, gæti skolað einhverjum varnarlausum barnabörnum í vaskinn. En samkvæmt gæludýraráðunauti að þá á Hummer alveg að geta átt börn með sjálfum sér... oj bara creepy! Ætli þetta flokkist undir blóðskömm???
Síðustu þrjár helgar eru búnar að vera alveg sérlega gefandi.
Fyrsta helgi, föstudagskvöld fórum við nokkur í miðnætursiglingu á slöngubátum. Það var háfjara dauðans og öll sker og ekkisker uppúr sjónum. Aldrei séð annað eins. Það var mikil ölduhæð þegar við komum út að Gróttu svo við fórum bara í Kópavog þar sem var ládauður sjór. Þar inni í vognum var frekar grunnt og með góðum ljósum var hægt að skoða draslið á botninum. Við eignuðumst þarna litla vini sem reyndar sögðu ekki til nafns en voru ákaflega hamingjusamir með að vera í sviðsljósinu. Þetta voru svona 3-5 cm löng dýr, með stór gáfuleg augu en einkar skrítin í laginu og ljóssækin.
Daginn eftir fórum við Teddi og Pálmi með Nonna bró í Herdísarvík til að hjálpa honum við að safna plöntugræðlingum uppi í klettum. Við Nonni björguðum tveimur fílsungum á leiðinni og slepptum á Hlíðarvatni. Svo sáum við hvar stór, dökkleitur fugl kom siglandi á fleygiferð með þvílíkt kjölsog á eftir sér. Það var væntanlega himbrimi á leiðinni að drepa greyin... Það voru þá björgunaraðgerðir í lagi.
Nonni var búinn að finna þarna hraunrennslishelli fyrir nokkru síðan án þess að vera með ljós, þannig að tínslunni var startað með hellaskoðun. Þessi hellir er mjög falinn og ólíklegt að nokkur hafi komið inn í hann áður því var hann skírður Jónshellir. Þessi hellir er um 250m langur, með óhemjufallegum dropasteinum og ýmsum hraunmyndunum og í gegnum loftið komu sums staðar plönturætur sem náðu alveg niður á gólf. Þarna mátti líka sjá lambabein komin mjög til ára sinna. Það var búið að falla slatti úr loftinu þannig að við urðum að fara mjög gætilega, líka til að hreyfa ekki við dropasteinunum. Það var hægt að standa uppréttur á nokkrum stöðum en yfirleitt varð maður að vera hokinn og sums staðar að skríða. Svo var tínt slatti af plöntum uppi í klettum í algjöru draslbergi sem var mjög varasamt og það borgaði sig ekki alltaf að kippa of mikið í tryggingarnar...
Keflavík rokkaði feitt á Ljósanótt og Jana er súpergestgjafi. Mér finnst reyndar ekki sniðugt að ég festist á filmu við að syngja ókristilegar vísur... Nú verð ég að borga henni mútur í hverjum mánuði.
Helgi tvö eyddi ég uppi í Kalmanstungu rétt hjá Eiríksjökli sem þau eiga (hversu kúl er það???) við smölun kringum Strút á fös, söng og gleði á bænum öll kvöld og svo Fljótstunguréttum á laugardegi. Sá ekkert eftir því að hafa svikið lit og sleppt Skeiðaréttum því þetta var geggjað fjör. Og ég og hesturinn hann Bakkus (viðeigandi nafn) vorum sko góðir pallar.
Helgi þrjú fór í þau fíflalæti að ganga frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk á sem skemmstum tíma. Það voru 11 sem fóru, fyrsti fór á 10t04m en við Herdís rákum lestina á 14t52m. Bara mjög sátt við það, bætti fyrra met um 2 klst mohohoho... Sjá líka ferðasöguna hennar Herdísar.
|
...búinn að losa sig við eggin og nú verður spennandi að sjá hvort litlir hummerar og hummerur fari að kíkja uppúr sandinum. Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að þrífa búrið hjá þeim, gæti skolað einhverjum varnarlausum barnabörnum í vaskinn. En samkvæmt gæludýraráðunauti að þá á Hummer alveg að geta átt börn með sjálfum sér... oj bara creepy! Ætli þetta flokkist undir blóðskömm???
Síðustu þrjár helgar eru búnar að vera alveg sérlega gefandi.
Fyrsta helgi, föstudagskvöld fórum við nokkur í miðnætursiglingu á slöngubátum. Það var háfjara dauðans og öll sker og ekkisker uppúr sjónum. Aldrei séð annað eins. Það var mikil ölduhæð þegar við komum út að Gróttu svo við fórum bara í Kópavog þar sem var ládauður sjór. Þar inni í vognum var frekar grunnt og með góðum ljósum var hægt að skoða draslið á botninum. Við eignuðumst þarna litla vini sem reyndar sögðu ekki til nafns en voru ákaflega hamingjusamir með að vera í sviðsljósinu. Þetta voru svona 3-5 cm löng dýr, með stór gáfuleg augu en einkar skrítin í laginu og ljóssækin.
Daginn eftir fórum við Teddi og Pálmi með Nonna bró í Herdísarvík til að hjálpa honum við að safna plöntugræðlingum uppi í klettum. Við Nonni björguðum tveimur fílsungum á leiðinni og slepptum á Hlíðarvatni. Svo sáum við hvar stór, dökkleitur fugl kom siglandi á fleygiferð með þvílíkt kjölsog á eftir sér. Það var væntanlega himbrimi á leiðinni að drepa greyin... Það voru þá björgunaraðgerðir í lagi.
Nonni var búinn að finna þarna hraunrennslishelli fyrir nokkru síðan án þess að vera með ljós, þannig að tínslunni var startað með hellaskoðun. Þessi hellir er mjög falinn og ólíklegt að nokkur hafi komið inn í hann áður því var hann skírður Jónshellir. Þessi hellir er um 250m langur, með óhemjufallegum dropasteinum og ýmsum hraunmyndunum og í gegnum loftið komu sums staðar plönturætur sem náðu alveg niður á gólf. Þarna mátti líka sjá lambabein komin mjög til ára sinna. Það var búið að falla slatti úr loftinu þannig að við urðum að fara mjög gætilega, líka til að hreyfa ekki við dropasteinunum. Það var hægt að standa uppréttur á nokkrum stöðum en yfirleitt varð maður að vera hokinn og sums staðar að skríða. Svo var tínt slatti af plöntum uppi í klettum í algjöru draslbergi sem var mjög varasamt og það borgaði sig ekki alltaf að kippa of mikið í tryggingarnar...
Keflavík rokkaði feitt á Ljósanótt og Jana er súpergestgjafi. Mér finnst reyndar ekki sniðugt að ég festist á filmu við að syngja ókristilegar vísur... Nú verð ég að borga henni mútur í hverjum mánuði.
Helgi tvö eyddi ég uppi í Kalmanstungu rétt hjá Eiríksjökli sem þau eiga (hversu kúl er það???) við smölun kringum Strút á fös, söng og gleði á bænum öll kvöld og svo Fljótstunguréttum á laugardegi. Sá ekkert eftir því að hafa svikið lit og sleppt Skeiðaréttum því þetta var geggjað fjör. Og ég og hesturinn hann Bakkus (viðeigandi nafn) vorum sko góðir pallar.
Helgi þrjú fór í þau fíflalæti að ganga frá Landmannalaugum yfir í Þórsmörk á sem skemmstum tíma. Það voru 11 sem fóru, fyrsti fór á 10t04m en við Herdís rákum lestina á 14t52m. Bara mjög sátt við það, bætti fyrra met um 2 klst mohohoho... Sjá líka ferðasöguna hennar Herdísar.