Sannleikur hversdagsins

mánudagur, september 06, 2004

Jæja nú eru hvítu augabrúnirnar mættar aftur...

...eftir laaaaaangt sumarfrí. Bara svona smá um hvað er nú búið að gerast síðan síðast...hmmm látum nú sjá.... Hringferðin var æææææði með frábæru Bretana mína. Þvílíkt skemmtilegt fólk þótt meðalaldurinn væri yfir meðallagi. Gerði engan stórvægilegan skandal með þau en labbaði óvart aðeins of langt með þau í Dimmuborgum en það var mikið blíðskaparveður svo það gerði nú ekkert til, þau höfðu bara gott af þessu. Komst ég að því að ég væri norn inn við beinið því alltaf þegar ég sagði að það væri nú fínt ef eitthvað myndi gerast t.d. koma rigning, sól, hreindýr, rok að þá gerðist það, sama hve ólíklegt veðrið var til að breytast. Þau reyndar byrjuðu að tala um þetta að fyrra bragði hvað þetta væri dularfullt og þetta var soldið spooky. Tvö voru með hósta og var það ekki til að draga úr nornatrúnni þegar ég lét bílstjórann stoppa og rassakastaðist út í móa og fór að reyta plöntur í te handa hóstafólkinu (skv.fyrirmælum Nonna bró) , sem reyndar svínvirkuðu. Algjör snilld!!! Eftir ferðina kláraði ég sumarið í hvalnum og var líka að vinna sem snjósleðaguide á Langjökli sem var algjör snilld. Þvílík skemmtilegt. Skrattaðist 10km í Reykjavíkurmarathoni og lifði af, alltaf gott að vera lifandi.
Er núna flutt á Hvanneyri, er með gamla númerið mitt ef einhvern langar að spjalla. Nú og svo er þetta nú bara klst. akstur frá Reykjavík og alveg hægt að skreppa í kaffi... Segi meira frá Hvanneyri seinna.

By the way... Hummer er búinn að vera óléttur soldið lengi þannig að nú verð ég kannski bráðum amma og ef einhver vill leggja inn pöntun fyrir barnabörnunum mínum að þá er það hægt. Mjög harðger gæludýr þessir slóvensku ferskvatnshumrar. Hann er núna að háma í sig kínakál og naga bréfaklemmurnar sem ég festi á það til að hann næði í það. Hvítkál flýtur nefnilega...


Myndir sem ég tók í ferð á Hvítárvatni
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?