Sannleikur hversdagsins

föstudagur, janúar 21, 2005

Enn einar sorgarfréttirnar...

...Hummer er látinn. Eftir að hafa verið undir frábærri umsjá Benna og Höllu Hvanneyringa við matargjöf og leik yfir hátíðarnar að þá stytti hann líf sitt.
Þegar ég kom heim úr Reykjavíkurómenningunni með lítinn appelsínugulan eplasnigil sem heitir Lúísa Matthíasdóttir, þreif ég búrið og ekki sást annað en Hummer væri í góðum gír með það að fá leikfélaga í stað Kjarvals svo ég lagðist áhyggjulaus til hvílu. Svo um morguninn var Hummer ekki í búrinu heldur hafði farið niður á hillu, skrifborð og gólf og skriðið alveg að dyrunum í gegnum allt draslið (ca.3m). Þar lá hann örendur. Snökt, síðan er ég búin að vera óskriffær síðan þar sem hann var minn aðalinnblástur við bloggskriftir. Síðustu myndirnar af Hummer og Kjarval í lifanda lífi verða birtar þegar ég fæ tölvuna mína aftur, vonandi í næstu viku.

Annars er mjög brjálað að gera þessa dagana. Var að vinna öll jólin like a loony til að eiga fyrir hinum og þessum nauðsynjahlutum eins og 4urra helga Wilderness first responder námsskeiði sem ég er á núna. Það þurfti nottúrulega að lenda á stuttönn í skólanum sem er sérstaklega mikið að gera...
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?