Sannleikur hversdagsins

mánudagur, janúar 24, 2005

Fjölskyldan þakkar...

...allar samúðarkveðjurnar. Lúísa biður að heilsa.

Það er helst í fréttum að tölvan mín er sama sem ónýt, sjónvarpið mitt gerir alla mjög ílanga og ljóta, ég held að það sé að reyna að tolla í tískunni við að photoshoppa fólk. Reyndar mjög fyndið þegar ástandið í sjónvarpinu var að byrja þá var ég að horfa á bíómynd og hélt að allir leikararnir væru svona hrikalega ófríðir. Svo fór ég í heimsókn og sá að svo var ekki, heldur var sjónvarpið farið að klikka. Bíllinn er eitthvað skrítinn og kannski bara ég líka:) Ótrúlegt hvað allt kemur á sama tíma.

Skólinn er ágætur, ég veit núna að "til þess að ná árangri sem blaðlús" þarf maður alltaf að vera tilbúinn að æxlast eftir aðstæðum, kynbundið eða kynlaust. Í líkama okkar er um 1,2kg af bakteríum og sveppum :o) ojbara og ef maður finnur svepp sem heitir jötungíma að þá er það "sérstök hátíðarstund":o) Það er hann Björn grasafræðikennari sem tekur oft mjög skemmtilega til orða og kemur með áhugaverð dæmi.
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?