Sannleikur hversdagsins

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Þess má geta...

...að baraábrókunum drengirnir eru ótrúlega góðir í því að lífga upp á hversdaginn hér á Hvanneyri sem annars staðar. Á öskudaginn klæddu þeir sig í alvöru búninga og gengu í hús hér og verslanir á Hvanneyri og Borgarnesi þ.á.m. ríkið, sungu og fengu bjór í staðinn. Snillingar...

Um síðustu helgi lærði ég það að: Litlu lömbin hlaupa upp um öll fjöll á sumrin, éta bara gras og koma spikfeit af fjalli að hausti. En ljónið konungur dýranna étur bara kjöt og meira kjöt, liggur svo í leti þess á milli en er alltaf stælt og spengilegt. Og hvað lærir maður af þessu? Tja, maður verður feitur af því að hlaupa upp um fjöll og borða grænmeti en stæltur og spengilegur af því að borða bara kjöt og liggja í leti....
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?