Sannleikur hversdagsins

mánudagur, febrúar 14, 2005

Hvanneyri´s special...

...var að koma heim úr helgarlangri kaupstaðarferð, ljós kveikt í tveimur íbúðum í blokkunum og ég var sannfærð um að allir aðrir væru sofandi. Eeen þegar ég kem á bílastæðið mitt eru þar fyrir tveir stæðilegir karlmenn á brókunum (halló það er snjór...). Voru þeir þarna fyrir utan gluggann hjá nágrönnunum að reyna að sannfæra íbúana um að þeir væru þess virði að líta á sem reyndar tókst ekki... Ekkert smá fyndin heimkoma:) Aðeins á Hvanneyri...

En eftir þessa helgi er ég orðin svokallaður VÚFER!!!! Já, fyrir þann sem ekki veit hvað VúFeR er að þá er það ekki:
- Hunda- eða geltþjálfari
- VÚdúnorn sem sérhæfir sig í FERmingarundirbúningi
- Virkjuð Úr Fossum, Eldi og Regni
Heldur dadadarada er ég búin með 72 stunda námskeið og æfingar í óbyggðalæknisfræði og má núna GERA ÝMISLEGT SEM ÉG MÁTTI EKKI ÁÐUR... og meira að segja með leyfi landlæknis :o) Vonandi orðin betri manneskja fyrir vikið..
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?