Sannleikur hversdagsins

sunnudagur, júlí 31, 2005

Sumt breytist aldrei...

Takk fyrir afmæliskveðjur knúsíknús...

Jæja nú er ég á 6. degi af 9 með 15 farþega í Across the wilderness trukkaferð og skemmti mér alveg konunglega. Þetta er mikil mixtúra af fólki, 1 svíi, 2 belgar, 2 hollendingar, 2 danir og 8 bretar þar af 2 unglingar og eitt barn. Reyndar soldið þreytandi að þurfa að tala dönsku fyrir eina konu sem ekki skilur ensku. Vá hvað þetta er samt æðislegt fólk og trukkurinn minn líka...hahaha. En ég hélt að ég myndi ekki verða eldri þegar ég fékk mantrukkinn minn nýja í hendurnar 270 hestöfl, 10 tonn og 16 gíra og dekk sem ná mér ofar en í mitti, mi god. En þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel og það er megafyndið að sjá hvernig sumir missa andlitið við að sjá STELPU af öllum fyrirbærum keyra svona ökutæki, sérstaklega égerbúinnaðvera55áríbransanumogvilekkisjáneinarkellingarnemaberar-trukkakalla. Ef fólk vissi bara hvað þetta er í raun auðvelt, en ég ætla nottlega ekki að segja neinum það frekar en að ég er á túr...

Jæja í gærkvöldi ætlaði ég að vera rosalega sniðug að koma dvd tækinu í gang og sýna Litlu ljótu lirfuna í dag. Eeeen í morgun virkaði svo ekki míkrófónninn og ég þurfti að ÞEGJA í 1 og 1/2 klst(pælaíþví). Kom honum samt í gang fyrir rest. Svo sá ég lóuunga hlaupandi á veginum og veiðieðlið gaus upp og mín stökk á eftir og náði honum eftir mikinn eltingarleik úti í móa enda stór ungi með hraðvirka risafætur en ég bara með hlúnkahlamma. Fólkið nottlega í kasti. En 2km keyrslu síðar fattaði ég að ég var ekki með símann á mér lengur heldur hafði misst hann á hlaupunum eftir litla gerpinu svo ég þurfti að snúa við og leita að bansettum símanum í risastórum móa sem gömul kona úr hópnum fann fyrir rest. Hún þurfti reyndar aðeins að vinna upp gærdaginn þar sem ég þurfti að hlaupa nokkra kílómetra eftir henni því hún hafði ákveðið að bíða eftir okkur í gönguferð sem var sko hringur svo við komum ekki tilbaka. En já sem sagt lóur geta verið skæðar þegar kemur að gemsum.
En jæja eftir snæfellsnes, skagafjörð, mývatn og sprengisand er ég núna á Hellu en á leið í Landmannalaugar, Hólaskjól, austur með ströndinni og heim til hinnar fjölskyldunnar minnar á Gerði í suðursveit þar sem við verðum í tvær nætur. Krúsað með ströndinni næstu daga. Ef einhver er á ferðinni endlich hafið samband.
Adios

Ps Suður svíar geta verið ógeðslega fyndnir, eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um.
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?