Sannleikur hversdagsins

laugardagur, janúar 21, 2006

A fish called Valdi

Það er undarlegt að vera heila helgi á Hvanneyri. Stefnan var að læra og læra, og hvað gerist? Tja, ég er að standa mig mjög vel í áramótaheitunum (hefði sennilegast átt að bæta lærdómi inní). En ég er allavegana að rækta vini og fjölskyldu, búin að hringja, skrifa póstkort, fara í heimsóknir, skrifa emil, bjóða í mat, fara á barinn á Hvanneyri í pílukast með nokkrum hressum félögum. Entist ekki mjög lengi eða til kl.2. Svo átti að fara að draga mig í meira partístand kl.5 en þá var mig að dreyma svo mikið að ég var ófáanleg á fætur fyrir utan það að það var bara eiginlega komin nótt...hmmm
Reyndar er ég ekki alveg að fara eftir því að taka ekki til í íbúðinni minni, eitthvað sem ég hélt að myndi ganga best að standa við. Þetta gæti hugsanlega kallast síðbúin jólahreingerning eða sjúkdómurinn: lærdómsfóbía með takarosalegaveltil áráttueinkennum en allavegana þá má fara að heimsækja mig aftur eftir þetta rassíu en bannið hefur staðið yfir síðan í byrjun desember.

En það er helst í fréttum að gúbbífiskarnir sem voru mest þrír hér í byrjun desember eru núna orðnir 12 þar af 11 seiði þegar ég hélt að þeir væru allir að fara að drepast og væru bara sniglar eftir (auðveldara að hugsa um þá). Sko málið er að fiskurinn GB eignaðist 5 seiði í desember svo drapst hún fljótlega. Fiskurinn Valdi og fiskurinn Guðrún voru þá eftir. Svo drapst fiskurinn Valdi löngu fyrir jól og viti menn núna á nýja árinu bætti svo fiskurinn Guðrún við 6 seiðum í viðbót. Annað hvort ganga gúbbífiskar lengi með seiðin sín eða þá að heilagur fiskur (kannski fiskurinn Valdi) er líklegast faðirinn. Hvernig sem á þetta er litið er þetta hið undarlegasta mál allt saman...

Já og það er komin líkamsræktarstöð á Hvanneyri... jibbííí... Nú eru allir rosakátir og eru farnir að hreyfast á fullu og af krafti í þokkabót.

Já og svo er hið stórkostlega Þorrablót í Þingborg um næstu helgi og það verður væntanlega baaaara fjör, alvöru stemning. Þar verður kjamsað á hákarli og súrum pungum fram eftir nóttu við undirspili hljómsveitarinnar. Síðustu forvöð að panta miða á morgun...
Over and out
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?