Sannleikur hversdagsins

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Um síðustu helgi skellti ég mér í ferð með Bjsv Brák. Gengum við sex frá Sauðhúsaskógi þangað sem við vorum keyrð og upp í Langavatnsdal þar sem við gistum í gangnamannakofa Borghreppinga. Á korti var leiðin ekki löng en þegar í læris og upp í mittisdjúpan snjó var komið var hún orðin heldur lengri en fólk átti von á. Ekki man ég eftir að hafa gengið (troðist áfram) í álíka snjó áður en þetta var mjög góð ferð og þá sérstaklega fyrir rass og lærisæfingar. Tunglsljósið var mjög fallegt inn á milli veðurhryðja og á endanum komumst við í kofann.
Á laugardeginum fórum við í gönguferð upp Réttarmúlann þaðan sem var mjög fallegt útsýni yfir Langavatnið. Þetta er mjög spennandi svæði og hefði verið frábært að fara um það á skíðum. Svo bakaði náttúrulega Ásgeir þessar dýrindispönnukökur namminamm. Þær eru einskonar staðalbúnaður í ferðir...
Á sunnudeginum kom svo vélsleðahópur á móti okkur og buðu að aðstoða síðasta spottann að bílunum sem sumir nýttu sér. Með í för var púlka sem er einskonar sleði sem maður bindur aftan í sig. Hún var víst í jómfrúarferðinni og eigandinn var ánægður með rispurnar sem komu eftir ferðina:) Frábært tækifæri að fá að testa svona apparat fyrir komandi gönguskíðaferðir en Kerstin sem er þýsk var með hana mestalla leiðina í þessarri ferð ásamt þungum þrífóti og risamyndavél í bakpokanum. Já þessar þýsku valkyrjur kalla nú ekki allt ömmu sína...

Var að uppgötva mér til mikillar undrunar að ég get ekki notað Dagbók 2005 þar sem hún tekur ekki fyrir árið 2006 á eftir 2005... Þetta finnst mér mjög eiginlega mjög leiðinlegt þar sem mér þykir ennþá vænt um þessa dagbók...

Hmmm fleiri forsetar Bandaríkjanna hafa verið óheppnir í orðavali en Bush... "Það er sannarlega við hæfi að við komum hér saman í dag til þess að minnast Abrahams Lincolns, sem fæddist í bjálkakofa er hann reisti með eigin höndum." Ronald Reagan
|


<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?